Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   mið 05. nóvember 2025 18:29
Elvar Geir Magnússon
Suarez sparkaði í andstæðing og fékk bann
Mynd: EPA
Aganefnd bandarísku MLS-deildarinnar hefur dæmt Luis Suarez í eins leiks bann og hann missir því af mikilvægum umspilsleik Inter Miami gegn Nashville á laugadag.

Suarez fær bannið fyrir að hafa sparkað í Andy Najar, varnarmann Nashville, þegar boltinn var fjarri. Ekki var neitt dæmt en aganefndin hefur dæmt eftir myndbandsupptöku.

Leikurinn á laugardag verður þriðja viðureign Nashville og Inter Miami en það lið sem nær betri árangri í þremur leikjum kemst áfram. Liðin hafa unnið sitthvorn leikinn.

Suarez er 38 ára, fyrrum leikmaður Liverpool, Barcelona og úrúgvæska landsliðsins, en hann hefur oft ratað í fréttirnar fyrir að missa stjórn á sér inni á vellinum. Á ferlinum hefur hann farið í bann fyrir að bíta andstæðinga og þá fór hann eitt sinn í bann vegna ásakana um kynþáttaníð.

Hann var dæmdur í þriggja leikja bann af MLS-deildinni í september fyrir að hrækja á starfsmann Setattle Sounders.


Athugasemdir
banner
banner