Phil Foden var í miklu stuði og skoraði tvö mörk þegar Manchester City vann 4-1 sigur gegn Borussia Dortmund í Meistaradeildinni. Foden er að finna sitt besta form að nýju.
„Hann er að sýna sínar bestu hliðar aftur og það er frábært. Það er magnað að sjá svona hæfileika. Það hafa allir spurt hver eigi að aðstoða Haaland og við sáum í kvöld hvernig breiddin hjá City er," segir Tim Krul, sérfræðingur BBC og fyrrum markvörður Newcastle.
„Hann er að sýna sínar bestu hliðar aftur og það er frábært. Það er magnað að sjá svona hæfileika. Það hafa allir spurt hver eigi að aðstoða Haaland og við sáum í kvöld hvernig breiddin hjá City er," segir Tim Krul, sérfræðingur BBC og fyrrum markvörður Newcastle.
Michael Brown, fyrrum miðjumaður Manchester City, segir að Thomas Tuchel, landsliðsþjálfari Englands, geti ekki horft framhjá Foden lengur.
„Foden í sínu besta formi, sá sem getur gert gæfumuninn. Hann er að spila það vel að hann á að vera valinn aftur í hópinn. Hann er eins og stór krakki þegar kemur að fótbolta, hann vill spila og vera með boltann. Það er ekki hægt að sleppa því að velja hann í landsliðið," segir Brown.
Athugasemdir


