Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   mið 05. nóvember 2025 21:57
Elvar Geir Magnússon
Meistaradeildin: Enskir sigrar og Barcelona í kröppum dansi
Ramy Bensebaini og Erling Haaland.
Ramy Bensebaini og Erling Haaland.
Mynd: EPA
Joelinton að skora.
Joelinton að skora.
Mynd: EPA
Lamine Yamal fagnar í Brussel.
Lamine Yamal fagnar í Brussel.
Mynd: EPA
Ensku liðin Manchester City og Newcastle United fögnuðu bæði sigrum í fjórðu umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Manchester City er í fjórða sæti með 10 stig eftir 4-1 sigur gegn Borussia Dortmund. Phil Foden skoraði tvívegis og þá komst Erling Haaland að sjálfsögðu á blað en fagnaði lítið sem ekkert, af virðingu við sitt fyrrum félag.

Dan Burn og Joelinton skoruðu mörk Newcastle í 2-0 sigri gegn Athletic Bilbao. Newcastle er í sjötta sæti með 9 stig.

Það var rosalegur leikur í Belgíu þar sem Club Brugge komst þrisvar sinnum yfir gegn stórliði Barcelona en í öll skiptin jöfnuðu Börsungar og 3-3 enduðu leikar. Club Brugge kom boltanum í mark í uppbótartíma en Anthony Taylor fór í skjáinn og dæmdi markið af. Barcelona er í ellefta sæti með 7 stig.

Atalanta vann dramatískan sigur gegn Marseille þar sem eina markið kom í lok leiksins. Roberto de Zerbi og hans menn í Marseille voru æfir yfir því að fá ekki vítaspyrnu rétt áður en Lazar Samardzic skoraði eina mark leiksins.

Inter er áfram með fullt hús þrátt fyrir að hafa lent í vandræðum gegn Kairat Almaty. Auk Inter eru það Bayern München og Arsenal sem eru með fullt hús í Meistaradeildinni, 12 stig að loknum fjórum umferðum.

Victor Osimhen skoraði þrennu fyrir Galatasaray og Bayer Leverkusen fagnaði einnig sigri í kvöld en hér að neðan má sjá öll úrslitin.

Manchester City 4 - 1 Borussia Dortmund
1-0 Phil Foden ('22 )
2-0 Erling Haaland ('29 )
3-0 Phil Foden ('57 )
3-1 Waldemar Anton ('72 )
4-1 Rayan Cherki ('90 )

Newcastle 2 - 0 Athletic Bilbao
1-0 Dan Burn ('11 )
2-0 Joelinton ('49 )

Club Brugge 3 - 3 Barcelona
1-0 Nicolo Tresoldi ('6 )
1-1 Ferran Torres ('8 )
2-1 Carlos Forbs ('17 )
2-2 Lamine Yamal ('61 )
3-2 Carlos Forbs ('64 )
3-3 Christos Tzolis ('77 , sjálfsmark)

Ajax 0 - 3 Galatasaray
0-1 Victor Osimhen ('59 )
0-2 Victor Osimhen ('65 , víti)
0-3 Victor Osimhen ('78 , víti)

Benfica 0 - 1 Bayer
0-1 Patrik Schick ('65 )

Inter 2 - 1 Kairat
1-0 Lautaro Martinez ('45 )
1-1 Ofri Arad ('55 )
2-1 Carlos Augusto ('67 )

Marseille 0 - 1 Atalanta
0-0 Charles De Ketelaere ('14 , Misnotað víti)
0-1 Lazar Samardzic ('90 )
Stöðutaflan Evrópa Meistaradeildin
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 4 4 0 0 14 3 +11 12
2 Arsenal 4 4 0 0 11 0 +11 12
3 Inter 4 4 0 0 11 1 +10 12
4 Man City 4 3 1 0 10 3 +7 10
5 PSG 4 3 0 1 14 5 +9 9
6 Newcastle 4 3 0 1 10 2 +8 9
7 Real Madrid 4 3 0 1 8 2 +6 9
8 Liverpool 4 3 0 1 9 4 +5 9
9 Galatasaray 4 3 0 1 8 6 +2 9
10 Tottenham 4 2 2 0 7 2 +5 8
11 Barcelona 4 2 1 1 12 7 +5 7
12 Chelsea 4 2 1 1 9 6 +3 7
13 Sporting 4 2 1 1 8 5 +3 7
14 Dortmund 4 2 1 1 13 11 +2 7
15 Qarabag 4 2 1 1 8 7 +1 7
16 Atalanta 4 2 1 1 3 5 -2 7
17 Atletico Madrid 4 2 0 2 10 9 +1 6
18 PSV 4 1 2 1 9 7 +2 5
19 Mónakó 4 1 2 1 4 6 -2 5
20 Pafos FC 4 1 2 1 2 5 -3 5
21 Leverkusen 4 1 2 1 6 10 -4 5
22 Club Brugge 4 1 1 2 8 10 -2 4
23 Eintracht Frankfurt 4 1 1 2 7 11 -4 4
24 Napoli 4 1 1 2 4 9 -5 4
25 Marseille 4 1 0 3 6 5 +1 3
26 Juventus 4 0 3 1 7 8 -1 3
27 Athletic 4 1 0 3 4 9 -5 3
28 St. Gilloise 4 1 0 3 4 12 -8 3
29 Bodö/Glimt 4 0 2 2 5 8 -3 2
30 Slavia Prag 4 0 2 2 2 8 -6 2
31 Olympiakos 4 0 2 2 2 9 -7 2
32 Villarreal 4 0 1 3 2 6 -4 1
33 FCK 4 0 1 3 4 12 -8 1
34 Kairat 4 0 1 3 2 11 -9 1
35 Benfica 4 0 0 4 2 8 -6 0
36 Ajax 4 0 0 4 1 14 -13 0
Athugasemdir
banner
banner
banner