Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   lau 05. desember 2020 08:00
Aksentije Milisic
Lee Johnson líklegastur til að taka við Sunderland
Sunderland vonast eftir því að ráða Lee Johnson sem næsta stjóra liðsins en viðræður hafa staðið við þennan fyrrverandi stjóra Bristol City.

Svörtu kettirnir ráku Phil Parkinson á dögunum en liðið er í sjöunda sæti í League One deildinni.

Kristjaan Speakman tók við sem yfirmaður íþróttamála hjá félaginu og nú er talið að stutt sé í að félagið ráði Johnson til starfa.

Gus Poyet, Danny Cowley og Paul Cook voru einnig á lista en Johnson hefur heillað þá mest.

Hann var rekinn frá Bristol í sumar en þar var hann stjóri liðsins í fjögur tímabil.
Athugasemdir
banner
banner