Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   lau 05. desember 2020 19:46
Victor Pálsson
Solskjær: Fyrri hálfleikurinn var lélegur
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, gat brosað í kvöld eftir leik liðsins við West Ham í ensku úrvalsdeildinni.

-Man Utd byrjaði leikinn alls ekki vel og var West Ham með 1-0 forystu eftir fyrri hálfleikinn og það verðskuldað.

Allt annað Man Utd lið kom til leiks í seinni hálfleiknum og vann liðið að lokum 3-1 sigur með mörkum Paul Pogba, Mason Greenwood og Marcus Rashford.

„Svona er fótboltinn, þetta fer upp og niður. Í fyrri hálfleik þá áttum við í vandræðum með þeirra skyndisóknir og föst leikatriði. Við vorum með boltann en gáfum hann frá okkur of oft," sagði Solskjær.

„Við vorum meira með boltann en þeir voru hættulegir í skyndisóknum. Fyrri hálfleikur var heilt yfir lélegur."

„Mörk breyta leikjum og fyrsta markið var frábært frá Paul sem og einstaklingsframtak frá Mason Greenwood."

„Við spiluðum gegn liði sem gerði jafntefli við Man City og Tottenham og unnu Leicester og Wolves. Þeir eru svo þéttir og pressa mjög vel, þeir eru eitt besta lið deildarinnar í því."

Athugasemdir
banner