Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 05. desember 2021 20:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Messi á í erfiðleikum með að venjast veðrinu
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi hefur ekki slegið í gegn með Paris Saint-Germain í Frakklandi til þessa.

Messi, sem er einn besti fótboltamaður sögunnar, gekk í raðir PSG frá Barcelona síðasta sumar. Fyrir það hafði hann spilað allan sinn feril með Börsungum.

Messi hefur ekki sýnt sínar bestu hliðar í París. Luis Suarez, fyrrum liðsfélagi hans hjá Barcelona, segir að Messi eigi í erfiðleikum með að venjast veðrinu í Frakklandi. Veðrið er betra á Spáni.

„Við tölum saman á hverjum degi... Hann sagði mér að það sé erfitt að spila í kuldanum og snjónum. Þú þarft að venjast veðrinu þarna," sagði Suarez við TNT Sports.

Hinn 34 ára gamli Messi er með fjögur mörk og þrjár stoðsendingar í tólf leikjum fyrir PSG til þessa. Það er ekki mikið miðað við það sem hann hefur gert á ferlinum til þessa.
Athugasemdir
banner
banner