Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   þri 05. desember 2023 16:29
Elvar Geir Magnússon
De Zerbi ræðir við Brighton um nýjan samning
Roberto De Zerbi stjóri Brighton er í viðræðum við félagið um nýjan samning. De Zerbi tók við liðinu í september í fyrra en undir hans stjórn endaði liðið í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og náði Evrópusæti.

Brighton er í áttunda sæti deildarinnar og komið í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar.

„Ég vinn til að vera ánægður og njóta og mér líður mjög vel hjá Brighton,“ segir þessi 44 ára Ítali sem er með samning til 2026.

„Samband mitt við leikmenn er frábært, einnig við félagið, Tony (Bloom stjórnarformann), Paul Barber (framkvæmdastjóra) og alla sem vinna hjá Brighton."

„Við erum að ræða um nýjan samning, en við erum bara að tala. Það er ekkert klárt enn."

De Zerbi hefur verið orðaður við stór félög eftir árangur hans hjá Brighton.

„Aðalmálið er að félagið sem ég starfa fyrir sé með sömu markmið og metnað og ég. Það er heiður fyrir mig að starfa fyrir Brighton. Ég er ekki að reyna að komast í sætta félag. Mikilvægast fyrir mig er að vinna með góðu liði, góðum leikmönnum."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 20 13 3 4 44 18 +26 42
3 Aston Villa 20 13 3 4 33 24 +9 42
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Chelsea 20 8 7 5 33 22 +11 31
6 Man Utd 20 8 7 5 34 30 +4 31
7 Brentford 20 9 3 8 32 28 +4 30
8 Sunderland 20 7 9 4 21 19 +2 30
9 Newcastle 20 8 5 7 28 24 +4 29
10 Brighton 20 7 7 6 30 27 +3 28
11 Fulham 20 8 4 8 28 29 -1 28
12 Everton 20 8 4 8 22 24 -2 28
13 Tottenham 20 7 6 7 28 24 +4 27
14 Crystal Palace 20 7 6 7 22 23 -1 27
15 Bournemouth 20 5 8 7 31 38 -7 23
16 Leeds 20 5 7 8 26 33 -7 22
17 Nott. Forest 20 5 3 12 19 33 -14 18
18 West Ham 20 3 5 12 21 41 -20 14
19 Burnley 20 3 3 14 20 39 -19 12
20 Wolves 20 1 3 16 14 40 -26 6
Athugasemdir
banner