Evangelos Marinakis, eigandi Nottingham Forest, segist ekki sjá eftir hegðun sinni þegar hann var dæmdur í fimm leikja leikvangabann í október.
Hann hrækti á gólfið þegar dómararnir gengu framhjá í göngunum eftir 1-0 tap Forest gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni.
Hann hrækti á gólfið þegar dómararnir gengu framhjá í göngunum eftir 1-0 tap Forest gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni.
Marinakis segir að gerð hafi verið risastór mistök í VAR dómgæslunni í leiknum.
„Mín skylda er að verja hagsmuni félagsins og að við fáum sanngjarna meðhöndlun. Þegar mistök eru gerð á að leiðrétta þau. Ég sé ekki eftir neinu og þannig verður það áfram," segir Marinakis.
„Það er óheppilegt að við höfum séð stór mistök vera gerð með VAR. Það er eðlilegt að gera mistök en þegar þú sérð endurtekin mistök frá sama fólkinu þá þarf að vekja athygli á því."
Athugasemdir