Ísak Óli Ólafsson, varnarmaður FH, þurfti að gangast undir aðgerð fyrr í þessu viku vegna meiðsla.
„Það rifnaði sin sem tengir lærvöðvan við mjöðmina," segir Ísak Óli við Fótbolta.net en hann varð fyrir meiðslunum á æfingu. Í kjölfarið fór hann í myndatöku og niðurstaðan varð sú að hann færi í aðgerð.
„Ég verð í endurhæfingu allavega næstu þrjá mánuði. Þetta á svo ekki að há mér neitt eftir að ég kem til baka," segir Ísak Óli sem átti nokkuð gott tímabil með FH í fyrra. Hann kom aftur til Íslands fyrir síðasta tímabil eftir nokkur ár í atvinnumennsku í Danmörku.
„Það rifnaði sin sem tengir lærvöðvan við mjöðmina," segir Ísak Óli við Fótbolta.net en hann varð fyrir meiðslunum á æfingu. Í kjölfarið fór hann í myndatöku og niðurstaðan varð sú að hann færi í aðgerð.
„Ég verð í endurhæfingu allavega næstu þrjá mánuði. Þetta á svo ekki að há mér neitt eftir að ég kem til baka," segir Ísak Óli sem átti nokkuð gott tímabil með FH í fyrra. Hann kom aftur til Íslands fyrir síðasta tímabil eftir nokkur ár í atvinnumennsku í Danmörku.
Það er ekki mikið breidd í miðvarðastöðunum hjá FH eftir að Ólafur Guðmundsson var seldur til Álasunds og Logi Hrafn Róbertsson hélt til Króatíu í vetur. Það má því eiginlega bóka það að FH sé að leita sér að miðverði á markaðnum.
Björn Daníel Sverrisson, lykilmaður liðsins á miðjunni, lék í miðverði í síðasta leik. Aðrir kostir eru t.d. Jóhann Ægir Arnarsson og Grétar Snær Gunnarsson en þeir hafa glímt við meiðsli. Þá talaði Davíð Þór Viðarsson mjög vel um hinn efnilega Óttar Una Steinbjörnsson í viðtali á dögunum.
Fyrsti leikur FH í Bestu deildinni verður gegn Stjörnunni á útivelli þann 7. apríl.
Athugasemdir