Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fös 24. janúar 2025 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Hefur tekið stórstígum framförum síðasta eina og hálfa árið"
Óttar Uni kom við sögu í tveimur leikjum með FH á síðasta tímabili.
Óttar Uni kom við sögu í tveimur leikjum með FH á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
'Lít þannig á að það séu allir okkar leikmenn til sölu ef rétt boð berst'
'Lít þannig á að það séu allir okkar leikmenn til sölu ef rétt boð berst'
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Birkir Valur kemur sem hægri bakvörður.
Birkir Valur kemur sem hægri bakvörður.
Mynd: FH
Ekki er orðið ljóst hversu alvarleg meiðsli Ísaks eru.
Ekki er orðið ljóst hversu alvarleg meiðsli Ísaks eru.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rætt var við Davíð Þór Viðarsson, yfirmann fótboltamála hjá FH, í dag og var hann spurður út í leikmannamál félagsins. Fyrr í dag var fjallað um markmannsmálin en þau voru ekki þau einu sem voru til umræðu.

Kjartan Kári Halldórsson er sá leikmaður FH sem hefur hvað mest verið orðaður í burtu frá félaginu. Hann átti frábært tímabil í fyrra og búlgarska félagið Lokomodiv Plovdiv sýndi honum áhuga fyrir áramót. Davíð segir þó að ekkert tilboð hafi borist í Kjartan.

„Það hefur ekkert komið inn á okkar borð sem vert að tala um. Það hefur ekkert raungerst meira í áhuganum sem var erlendis frá. Eins og ég sagði við Guðmund þá lít ég á það þannig að það séu allir okkar leikmenn til sölu ef rétt boð berst."
Má ekki gleyma því
Fyrir utan markmannstöðuna, hvað er FH annað að skoða þessa dagana?

„Við þurfum aðeins að skoða það, við erum náttúrulega bæði búnir að missa Óla (Guðmundsson) og Loga (Hrafn Róbertsson), hafsent og miðjumann, og við þurfum aðeins að skoða hvernig við fyllum í þær stöður. Það eru ýmsar kríteríur sem við viljum uppfylla varðandi þá leikmenn sem við fáum til liðs við okkur og við erum á þeim stað að við viljum vera með pláss fyrir unga og efnilega leikmenn. Það má ekki gleyma því að við vorum með yngsta meðalaldurinn í deildinni og það er eitthvað sem hugnast okkur. Við viljum vera með ungt og spennandi lið sem gaman er að koma og horfa á. Við viljum að það sé pláss fyrir stráka sem hafa alist upp hjá okkur og hafa góð skref fram á við. En ef réttur leikmaður býðst sem passar inn í það sem við erum að gera, þá munum við skoða það alvarlega."

Grétar að koma til baka en óvissa varðandi meiðsli Ísaks
Davíð segir að allir í leikmannahópi FH séu heilir fyrir utan þá Grétar Snæ Gunnarsson og Ísak Óla Ólafsson. Grétar fékk þungt höfuðhögg í Tælandsferð sinni fyrr í vetur. „Grétar er ekkert búinn að vera að æfa með okkur en endurhæfingin hefur gengið framar vonum og við erum að vonast til að það sé stutt í að hann geti farið að beita sér að fullu. Ísak Óli meiddist svo aðeins um daginn, við erum að bíða frétta af því hvernig það verður."

Birkir Valur fenginn sem hægri bakvörður
FH hefur sótt tvo leikmenn frá því að síðasta tímabili lauk. Birkir Valur Jónsson kom frá HK og Bragi Karl Bjarkason kom frá ÍR. Er Birkir Valur fenginn sem bakvörður eða miðvörður?

„Við sóttum hann sem hægri bakvörð, auðvitað getur hann leyst hafsentinn líka en við sjáum hann sem hægri bakvörð. Við erum með hann og Arngrím (Bjart Guðmundsson) sem hafa spilað þá stöðu, Arngrímur hefur staðið sig mjög vel á undirbúningstímabilinu og horfum á þá tvo sem hægri bakverðina okkar."

Ingimar Stöle var á láni hjá FH frá KA seinni hluta síðasta tímabils. Eftir að Birkir Valur kom til félagsins varð ljóst að Ingimar kæmi ekki alfarið til FH. „Við erum vel settir úti hægra megin. Ingimar stóð sig vel hjá okkur og kom mjög vel inn í hlutina. Við mátum réttast að taka Birki Val."

Gætu sótt miðvörð - Óttar Uni tekið stórstígum framförum
FH var í útvarpsþættinum Fótbolti.net á dögunum orðað við miðvörð frá Síerra Leóne. Er FH að fara taka inn miðvörð?

„Það er ein af þeim stöðum sem kemur til greina að við tökum inn leikmann. Við erum náttúrulega með Ísak Óla, Grétar getur spilað hafsent, erum með Jóhann Ægi (Arnarsson) og Óttar Una (Steinbjörnsson) sem er 2006 strákur sem hefur tekið stórstígum framförum síðasta eina og hálfa árið. Við erum ekkert í vandræðum með að manna miðverðina en ef við finnum réttu týpuna þá er það eitthvað sem við munum skoða."

Kemur í ljós á næstu vikum hvort Einar Karl snúi heim
Einar Karl Ingvarsson hefur verið orðaður við heimkomu til FH og Davíð segir að það muni væntanlega koma í ljós á næstu 7-14 dögum hvaða ákvörðun verði tekin. Einar Karl er án félags eftir að samningur hans við Grindavík rann út en hann hefur spilað með FH á undirbúningstímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner