Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   þri 06. júní 2023 22:15
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Bjössi Sigurbjörns: Það var enginn að sjá þetta fyrir sér
Kvenaboltinn
Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss.
Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er bara sama gamla sagan, við erum ekki að skora mörk," sagði Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, svekktur eftir 2-0 tap gegn FH í kvöld.

„Við sköpum okkur þrjú dauðafæri þarna í seinni hálfleiknum og ekkert af því fer inn, það hefði aldeilis munað um það ef við hefðum náð að skora úr einu af þessum tveimur fyrstu allavega áður en þær skora sitt annað mark."


Lestu um leikinn: FH 2 -  0 Selfoss

FH spiluðu hátt uppi í fyrri hálfleiknum og settu Selfyssinga oft á tíðum í vandræði. Á stóru tímabili í fyrri hálfleik fór leikurinn fram nær eingöngu á vallarhelmingi Selfyssinga.

„Við leystum það bara illa og það var bara það sem við ræddum eftir leikinn líka. Við verðum að geta farið inn í leiki svolítið hugaðari og þora að leysa úr hlutunum og leita í rétt svæði. Mér fannst við ná að leysa pressuna mjög vel í seinni hálfleiknum og það er eins og við þurfum 45 mínútur af ótta og einhvern veginn forðast að taka ábyrgð til þess að koma síðan út í leik í seinni hálfleik og spila eins og við eigum okkur til að gera," sagði Bjössi.

Stigasöfnunin hafa verið vonbrigði í upphafi móts en Selfoss situr í botnsæti deildarinnar með 4 stig eftir 7. umferðir.

„Auðvitað er það það (vonbirgði), það var enginn að sjá þetta fyrir sér. Hins vegar er þetta ekki búið að vera áfallalaust hjá okkur í aðdragandanum og það eru ágætis skýringar á ýmsu í þessu, af því sögðu þá teljum við okkur vera með hóp sem á að gera meira og það er nóg eftir af þessu móti, við þurfum að halda okkur þjöppuðum og vaða þetta."

Nánar er rætt við Bjössa í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner