Smith Rowe gæti yfirgefið Arsenal - Mörg lið á eftir Toney
"Það verður einhver þvæla, bara eitthvað algjört rugl"
Aron Elí eftir tap gegn Vestra: Vorum bestir í deildinni fannst mér
Maggi Már um rauða spjaldið: Glórulaust
"Ef við værum með sömu aðstöðu og hinir þá værum við ekki að spila þennan leik í dag"
Pétur Péturs: Það skipir engu máli
Nik: Höfum tekið skref á hverju ári
Guðni Eiríks: Hennar fyrstu viðbrögð voru að hún hafi ökklabrotnað
Gulli Gull: Daglegt líf snýst um hvort maður vinnur fótboltaleiki eða ekki
Palli Kristjáns um brotthvarf Rúnars: Erfið ákvörðun en held að hún sé rétt
Kristján Másson: Hrærður yfir öllum þessum meisturum sem mættu á leikinn
Tómas Leó um vítaspyrnudóminn: Hann dæmdi víti þannig er þetta ekki víti?
Elís skoraði sigurmarkið: Stóð upp og vissi ekki hvað ég átti að gera
Sveinn Þór: Þeir mega djamma alla helgina
Besti þátturinn - Tveir fyrrum leikmenn Valerenga mætast
Haraldur Freyr: Sorglegt
Raggi Sig: Mikill léttir
Atli Arnars: Eins og það sé erfitt fyrir dómara að dæma tvö víti fyrir sama lið í leik
Ómar Ingi: Ætluðum að klára þessa fallbaráttu sem við einhvernvegin skráðum okkur í
Rúnar Páll ósáttur með dómgæsluna: Bara hlægilegt, so sorry
Emil Atla um markametið: Þetta væri stórt afrek
   þri 06. júní 2023 22:15
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Bjössi Sigurbjörns: Það var enginn að sjá þetta fyrir sér
watermark Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss.
Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er bara sama gamla sagan, við erum ekki að skora mörk," sagði Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, svekktur eftir 2-0 tap gegn FH í kvöld.

„Við sköpum okkur þrjú dauðafæri þarna í seinni hálfleiknum og ekkert af því fer inn, það hefði aldeilis munað um það ef við hefðum náð að skora úr einu af þessum tveimur fyrstu allavega áður en þær skora sitt annað mark."


Lestu um leikinn: FH 2 -  0 Selfoss

FH spiluðu hátt uppi í fyrri hálfleiknum og settu Selfyssinga oft á tíðum í vandræði. Á stóru tímabili í fyrri hálfleik fór leikurinn fram nær eingöngu á vallarhelmingi Selfyssinga.

„Við leystum það bara illa og það var bara það sem við ræddum eftir leikinn líka. Við verðum að geta farið inn í leiki svolítið hugaðari og þora að leysa úr hlutunum og leita í rétt svæði. Mér fannst við ná að leysa pressuna mjög vel í seinni hálfleiknum og það er eins og við þurfum 45 mínútur af ótta og einhvern veginn forðast að taka ábyrgð til þess að koma síðan út í leik í seinni hálfleik og spila eins og við eigum okkur til að gera," sagði Bjössi.

Stigasöfnunin hafa verið vonbrigði í upphafi móts en Selfoss situr í botnsæti deildarinnar með 4 stig eftir 7. umferðir.

„Auðvitað er það það (vonbirgði), það var enginn að sjá þetta fyrir sér. Hins vegar er þetta ekki búið að vera áfallalaust hjá okkur í aðdragandanum og það eru ágætis skýringar á ýmsu í þessu, af því sögðu þá teljum við okkur vera með hóp sem á að gera meira og það er nóg eftir af þessu móti, við þurfum að halda okkur þjöppuðum og vaða þetta."

Nánar er rætt við Bjössa í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner