Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   þri 06. júní 2023 22:15
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Bjössi Sigurbjörns: Það var enginn að sjá þetta fyrir sér
Kvenaboltinn
Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss.
Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er bara sama gamla sagan, við erum ekki að skora mörk," sagði Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, svekktur eftir 2-0 tap gegn FH í kvöld.

„Við sköpum okkur þrjú dauðafæri þarna í seinni hálfleiknum og ekkert af því fer inn, það hefði aldeilis munað um það ef við hefðum náð að skora úr einu af þessum tveimur fyrstu allavega áður en þær skora sitt annað mark."


Lestu um leikinn: FH 2 -  0 Selfoss

FH spiluðu hátt uppi í fyrri hálfleiknum og settu Selfyssinga oft á tíðum í vandræði. Á stóru tímabili í fyrri hálfleik fór leikurinn fram nær eingöngu á vallarhelmingi Selfyssinga.

„Við leystum það bara illa og það var bara það sem við ræddum eftir leikinn líka. Við verðum að geta farið inn í leiki svolítið hugaðari og þora að leysa úr hlutunum og leita í rétt svæði. Mér fannst við ná að leysa pressuna mjög vel í seinni hálfleiknum og það er eins og við þurfum 45 mínútur af ótta og einhvern veginn forðast að taka ábyrgð til þess að koma síðan út í leik í seinni hálfleik og spila eins og við eigum okkur til að gera," sagði Bjössi.

Stigasöfnunin hafa verið vonbrigði í upphafi móts en Selfoss situr í botnsæti deildarinnar með 4 stig eftir 7. umferðir.

„Auðvitað er það það (vonbirgði), það var enginn að sjá þetta fyrir sér. Hins vegar er þetta ekki búið að vera áfallalaust hjá okkur í aðdragandanum og það eru ágætis skýringar á ýmsu í þessu, af því sögðu þá teljum við okkur vera með hóp sem á að gera meira og það er nóg eftir af þessu móti, við þurfum að halda okkur þjöppuðum og vaða þetta."

Nánar er rætt við Bjössa í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner