29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   þri 06. júní 2023 22:15
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Bjössi Sigurbjörns: Það var enginn að sjá þetta fyrir sér
Kvenaboltinn
Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss.
Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er bara sama gamla sagan, við erum ekki að skora mörk," sagði Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, svekktur eftir 2-0 tap gegn FH í kvöld.

„Við sköpum okkur þrjú dauðafæri þarna í seinni hálfleiknum og ekkert af því fer inn, það hefði aldeilis munað um það ef við hefðum náð að skora úr einu af þessum tveimur fyrstu allavega áður en þær skora sitt annað mark."


Lestu um leikinn: FH 2 -  0 Selfoss

FH spiluðu hátt uppi í fyrri hálfleiknum og settu Selfyssinga oft á tíðum í vandræði. Á stóru tímabili í fyrri hálfleik fór leikurinn fram nær eingöngu á vallarhelmingi Selfyssinga.

„Við leystum það bara illa og það var bara það sem við ræddum eftir leikinn líka. Við verðum að geta farið inn í leiki svolítið hugaðari og þora að leysa úr hlutunum og leita í rétt svæði. Mér fannst við ná að leysa pressuna mjög vel í seinni hálfleiknum og það er eins og við þurfum 45 mínútur af ótta og einhvern veginn forðast að taka ábyrgð til þess að koma síðan út í leik í seinni hálfleik og spila eins og við eigum okkur til að gera," sagði Bjössi.

Stigasöfnunin hafa verið vonbrigði í upphafi móts en Selfoss situr í botnsæti deildarinnar með 4 stig eftir 7. umferðir.

„Auðvitað er það það (vonbirgði), það var enginn að sjá þetta fyrir sér. Hins vegar er þetta ekki búið að vera áfallalaust hjá okkur í aðdragandanum og það eru ágætis skýringar á ýmsu í þessu, af því sögðu þá teljum við okkur vera með hóp sem á að gera meira og það er nóg eftir af þessu móti, við þurfum að halda okkur þjöppuðum og vaða þetta."

Nánar er rætt við Bjössa í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner