Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   þri 06. júní 2023 22:15
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Bjössi Sigurbjörns: Það var enginn að sjá þetta fyrir sér
Kvenaboltinn
Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss.
Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er bara sama gamla sagan, við erum ekki að skora mörk," sagði Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, svekktur eftir 2-0 tap gegn FH í kvöld.

„Við sköpum okkur þrjú dauðafæri þarna í seinni hálfleiknum og ekkert af því fer inn, það hefði aldeilis munað um það ef við hefðum náð að skora úr einu af þessum tveimur fyrstu allavega áður en þær skora sitt annað mark."


Lestu um leikinn: FH 2 -  0 Selfoss

FH spiluðu hátt uppi í fyrri hálfleiknum og settu Selfyssinga oft á tíðum í vandræði. Á stóru tímabili í fyrri hálfleik fór leikurinn fram nær eingöngu á vallarhelmingi Selfyssinga.

„Við leystum það bara illa og það var bara það sem við ræddum eftir leikinn líka. Við verðum að geta farið inn í leiki svolítið hugaðari og þora að leysa úr hlutunum og leita í rétt svæði. Mér fannst við ná að leysa pressuna mjög vel í seinni hálfleiknum og það er eins og við þurfum 45 mínútur af ótta og einhvern veginn forðast að taka ábyrgð til þess að koma síðan út í leik í seinni hálfleik og spila eins og við eigum okkur til að gera," sagði Bjössi.

Stigasöfnunin hafa verið vonbrigði í upphafi móts en Selfoss situr í botnsæti deildarinnar með 4 stig eftir 7. umferðir.

„Auðvitað er það það (vonbirgði), það var enginn að sjá þetta fyrir sér. Hins vegar er þetta ekki búið að vera áfallalaust hjá okkur í aðdragandanum og það eru ágætis skýringar á ýmsu í þessu, af því sögðu þá teljum við okkur vera með hóp sem á að gera meira og það er nóg eftir af þessu móti, við þurfum að halda okkur þjöppuðum og vaða þetta."

Nánar er rætt við Bjössa í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner