Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 06. ágúst 2020 14:30
Elvar Geir Magnússon
Lescott: Traore klárlega nægilega góður fyrir Liverpool og City
Adama Traore.
Adama Traore.
Mynd: Getty Images
Adama Traore er klárlega nægilega góður til að spila fyrir Liverpool eða Manchester City. Þetta segir Joleon Lescott, fyrrum leikmaður City.

Hinn 24 ára Traore hefur verið orðaður við Liverpool og Jurgen Klopp ekki farið leynt með að vera aðdáandi leikmannsins.

Margir efast þó um að vængmaðurinn fái mikinn spiltíma á Anfield þar sem liðið er með Roberto Firmino, Sadio Mane og Mohamed Salah innan sinna raða.

Lescott telur þó að leikmanninum myndi vegna vel á Anfield ef hann gengur í raðir félagsins.

„Adama Traore hefur getuna til að spila fyrir hvaða lið sem er. Hann gæti hæglega spilað fyrir Manchester City eða Liverpool. Ég hef aldrei séð annan eins hraða og styrk á fótboltavelli áður," segir Lescott.

„Fyrir þetta tímabil voru efasemdir um leikstjórnun og hvernig hann bindur endahnútinn en hann hefur tekið miklum framförum síðasta árið. Hann hefur einfaldað leik sinn. Hann var stjarna í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið."

Traore verður í eldlínunni með Wolves gegn Olympiakos í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Úlfarnir eiga heimaleik í kvöld en fyrri viðureignin endaði 1-1.
Athugasemdir
banner