Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   þri 06. ágúst 2024 17:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pablo Punyed með slitið krossband
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pablo Punyed verður ekki meira með Víkingi á þessu tímabili því hann er með slitið krossband. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, staðfesti tíðindin í samtali við Fótbolta.net í dag.

Pablo fór meiddur af velli gegn Egnatia í leik liðanna í síðustu viku. Í kjölfarið kom í ljós að um slitið krossband væri að ræða.

Pablo hefur verið Víkingsliðinu gífurlega mikilvægur, kom til félagsins fyrir tímabilið 2021 og hefur í tvígang unnið tvennuna með liðinu. Hann er varafyrirliði liðsins og hefur undanfarin ár verið einn allra besti leikmaður Bestu deildarinnar.

Ljóst er að hann spilar ekki meira á þessu ári og mun væntanlega ekki spila fyrr en eftir að næsta tímabil er farið af stað.

Pablo er landsliðsmaður El Salvador. Hann er 34 ár gamall og er samningsbundinn Víkingi út næsta tímabil. Hann kom fyrst til Íslands fyrir tímabilið 2012 og lék þá með Fjölni. Hann hefur leikið á Íslandi allar götur síðan.

Víkingur er að fá inn miðjumann í hópinn, Tarik Ibrahimagic frá Vestra, en ljóst er að það verður erfitt að fylla það stóra skarð sem Pablo skilur eftir sig.
Athugasemdir
banner
banner
banner