sun 06. september 2020 21:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Kórdrengir á toppnum með Selfossi - Kári lagði ÍR
Kórdrengir lögðu Hauka 2-1, rétt eins og þeir gerðu fyrr í sumar.
Kórdrengir lögðu Hauka 2-1, rétt eins og þeir gerðu fyrr í sumar.
Mynd: Hulda Margrét
Kórdrengir og Selfoss eru saman á toppi 2. deildarinnar með 31 stig eftir 14 leiki.

Kórdrengir mættu Haukum í Safamýri í kvöld og unnu 2-1 sigur. Kórdrengir náðu forystunni á 34. mínútu en Haukar jöfnuðu aðeins mínútu síðar. Heimamenn tóku forystuna aftur um miðbik síðari hálfleiks og gestirnir náðu ekki að svara.

Haukar eru eftir tapið í kvöld í fimmta sæti, sjö stigum frá efstu tveimur liðunum. Haukar hafa framan af verið á meðal efstu tveggja liða en hafa núna tapað þremur af síðustu fimm og eru núna sjö stigum frá efstu tveimur sætunum.

Kári lagði þá ÍR að velli fyrr í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik misstu ÍR-ingar Má Viðarsson af velli með rautt spjald á 55. mínútu. Káramenn nýttu sér liðsmuninn og unnu 2-1 sigur.

Kári siglir lygnan sjó í áttunda sæti með 19 stig. ÍR er í níunda sæti með 13 stig, fjórum stigum frá fallsvæðinu.

Kórdrengir 2 - 1 Haukar
1-0 Albert Brynjar Ingason ('34)
1-1 Máni Mar Steinbjörnsson ('35)
2-1 Albert Brynjar Ingason ('65)

ÍR 1 - 2 Kári
0-1 Jón Vilhelm Ákason ('64)
0-2 Elís Dofri G Gylfason ('69)
1-2 Jónatan Hróbjartsson ('85)
Rautt spjald: Már Viðarsson, ÍR ('55)

Önnur úrslit:

Athugasemdir
banner
banner
banner