Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 06. september 2020 17:02
Victor Pálsson
2. deild: Selfoss í toppsætið - Dalvík/Reynir bjargaði stigi
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Selfoss er komið á toppinn í 2. deild karla eftir leik við Fjarðabyggð á útivelli í dag. Leikið var í 14. umferð sumarsins.

Það er hörð barátta á toppnum í 2.deildinni en eftir 0-1 útisigur í dag situr Selfoss í efsta sætinu með 31 stig eftir 14 leiki.

Kórdrengir eru í öðru sæti þegar þetta er skrifað en liðið á leik við Hauka klukkan 19:15 í kvöld.

Þorsteinn Aron Antonsson skoraði eina mark leiksins fyrir Selfoss í dag og tryggði liðinu stigin þrjú.

Í hinum leiknum sem er nú lokið áttust við Víðir og Dalvík/Reynir og lauk honum með 2-2 jafntefli.

Víðir er í 10. sætinu með 13 stig en Dalvík/Reynir er enn í fallsæti með aðeins níu stig eftir 14 leiki.

Fjarðabyggð 0 - 1 Selfoss
0-1 Þorsteinn Aron Antonsson('22)

Víðir 2 - 2 Dalvík/Reynir
1-0 Pawel Grudzinski(8')
1-1 Borja Lopez Laguna(30')
2-1 Guyon Philips('45)
2-2 Borja Lopez Laguna('91, víti)
Rautt spjald: Guyon Philips(Vestri, '91)

Athugasemdir
banner
banner