Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 06. september 2021 14:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þetta er dauðafæri fyrir Breiðablik"
Þorsteinn Halldórsson.
Þorsteinn Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik mætir krótatíska liðinu ŽNK Osijek á fimmtudag í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Sigurvegari í einvíginu fer í riðlakeppnina.

Fyrri leikur liðanna fór 1-1 úti í Króatíu á miðvikudaginn í síðustu viku. Seinni leikurinn fer fram á Kópavogsvelli.

Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson, sem er fyrrum þjálfari Breiðabliks, var spurður út í þetta verkefni Breiðabliks.

Hversu stórt væri það fyrir íslenskan fótbolta ef lið kemst í riðlakeppni Meistaradeildarinnar?

„Það væri bara frábært skref, gott fyrir alla að íslenskt lið komist sem lengst. Það hjálpar öðrum liðum líka upp á möguleika á að komast áfram. Það gefur öðrum liðum líka meiri pening held ég, þau fá líka greitt fyrir árangur Breiðabliks; það er ekki bara Breiðablik sem er að fá peninga fyrir þetta," sagði Steini.

„Þetta skiptir máli og þetta sýnir að við erum komin ágætlega langt, það er ekki langt á milli okkar og liðanna sem eru á mörkum þess að komast í riðlakeppnina. Þetta er dauðafæri fyrir Breiðablik. Að mínum dómi, með eðlilegum og góðum leik, þá vinna þær þetta lið," sagði Steini.

Á vefsíðu Aftonbladet segir að félög fái 400 þúsund evrur fyrir að komast í riðlakeppnina. Það eru tæpar 60 milljónir íslenskra króna. Ef Breiðablik kemst í riðlakeppnina, þá á félagið einnig möguleika á frekari tekjum.

Sjá einnig:
Mikið undir í einvíginu hjá Breiðabliki
Athugasemdir
banner
banner
banner