Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fös 06. september 2024 18:47
Brynjar Ingi Erluson
„Ef að það er ekki staðan þá áttu ekkert að vera spila fyrir landsliðið“
Icelandair
Kári Árnason
Kári Árnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lárus Orri Sigurðsson
Lárus Orri Sigurðsson
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson eru mættir aftur í settið til að ræða landsleiki Íslands, en framundan er leikur gegn Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Svartfjallaland

Leikurinn er sá fyrsti hjá Íslandi í Þjóðadeildinni í ár en liðið er einnig í riðli með Wales og Tyrklandi.

Kjartan Atli Kjartansson hjá Stöð2 spurði þá Kára og Lárus hvaða tilfinningar koma yfir þá fyrir svona stórleiki hjá Íslandi.

„Það þarf ekkert að taka það fram. Ef að það er ekki staðan þá áttu ekki að vera spila fyrir landsliðið. Þetta eru forréttindi og það skemmtilegasta sem þú gerir er að spila á þessum velli. Þó hann sé ekki upp á marga fiska þá er þetta extra sérstakt fyrir okkur Íslendinga,“ sagði Kári.

Ef Lárus gæti þá myndi hann glaður vilja standa einn þjóðsöng til viðbótar. Lárus lék 42 A-landsleiki á ferli sínum á meðan Kári lék 90 A-landsleiki með gullskynslóðinni frægu.

„Maður á kannski ekki að tala um stríð í þessu samhengi því stríð er alvöru hlutur, en þetta er svipað og að fara í stríð fyrir þjóð sína. Þú ert að fara berjast fyrir þína þjóð, þinn heimabæ og fjölskyldu. Ég átti langan og flottan feril og ef það er eitt sem ég mætti endurtaka þá væri það að standa einn þjóðsöng,“ sagði Lárus rétt fyrir leik.
Athugasemdir
banner
banner