banner
   þri 06. október 2020 12:25
Elvar Geir Magnússon
Íslandsmótið aftur sett á ís
Víðir Reynisson.
Víðir Reynisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Verið er að herða aðgerðir hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins en mörg smit eru að greinast á landinu.

Í frétt á Vísi kemur fram að íþróttafélög séu hvött til til þess að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikur og að íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu fresti öllum keppnisferðum út á land. Vísir ræddi við Víði Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Fótbolti.net hafði samband við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ.

„Ástandið í landinu er mjög alvarlegt og án allra fordæma. Þetta heldur áfram að vera fordæmalaust. Það sem skiptir mestu máli er að ná tökum á ástandinu og tökum því sem höndum ber," segir Klara.

„Við bíðum frekari frétta varðandi knattspyrnuna. Bæði varðandi leiki í Íslandsmótum, bikarkeppni og landsleiki. Með eða án áhorfenda og annað slíkt. Þetta snýst líka um okkar ungu iðkendur sem eru fjölmargir, Fyrst og siðast þarf að ná tökum á þessum vágesti."

Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu hófst í hádeginu og örfáir miðar eru enn til sölu á leikinn. 900 áhorfendur mega mæta á leikinn en það gæti þó nú breyst.

„Við höfum endurgreitt miða áður og kunnum það. Við bíðum og sjáum eins og aðrir. Þetta kemur í ljós," segir Klara.

Samkvæmt leikjaplani eiga næstu leikir í Pepsi Max-deild karla að verða 15. október en nú er landsleikjahlé. Lokaumferðirnar í neðri deildum voru áætlaðar á næstu vikum en óvissan er mikil.
Athugasemdir
banner
banner
banner