
Breiðablik steig risastórt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum með 1-0 sigri á Val í 16. umferð Pepsi Max-deildar kvenna á laugardag. Breiðablik á fjóra leikmenn í liði umferðarinnar og Þorsteinn Halldórsson er einnig þjálfari umferðarinnar.

Þróttur R. burstaði KR 5-0 í fallbaráttuni. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, Andrea Rut Bjarnadóttir og Mary Alice Vignola voru allar á skotskónum þar.
Andrea Mist Pálsdóttir er sú þriðja með nafnið Andrea í liðinu að þessu sinni en hún skoraði og var maður leiksins í mikilvægum sigri ÍBV á FH.
Berglind Rós Ágústsdóttir, miðjumaður Fylkis, var maður leiksins gegn Stjörnunni.
Madeline Gotta skoraði sigurmark Þórs/KA gegn Selfossi og átti góðan leik á vinstri kanti.
Sjá einnig:
Lið 1. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 15. umferðar
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir