Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
   mið 06. nóvember 2024 22:30
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Stefán Teitur spilaði í markalausu jafntefli gegn toppliðinu
Stefán Teitur hefur fengið fáar mínútur til að spreyta sig í síðustu deildarleikjum
Stefán Teitur hefur fengið fáar mínútur til að spreyta sig í síðustu deildarleikjum
Mynd: Preston
Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson spilaði síðustu mínúturnar er Preston gerði markalaust jafntefli við topplið Sunderland í ensku B-deildinni í kvöld.

Stefán hefur verið inn og út úr liðinu hjá Preston á þessu tímabili.

Hann lék allan leikinn í deildabikarnum gegn Arsenal á dögunum en var síðan ónotaður varamaður í síðasta leik og lék þá síðustu tíu mínúturnar í kvöld.

Preston er án sigurs í síðustu fjórum leikjum og er nú í 20. sæti með 15 stig.

Leeds United tapaði fyrir Milwall, 1-0. Japhet Tanganga, fyrrum leikmaður Tottenham, skoraði sigurmark Millwall á 40. mínútu leiksins. Leeds er í 3. sæti með 26 stig.

Arnór Sigurðsson var þá ekki í leikmannahópi Blackburn Rovers sem tapaði fyrir Stoke City, 2-0, á Ewood Park. Hann er að glíma við meiðsli og mun ekki snúa aftur fyrr en eftir landsleikjaverkefnið.

Blackburn er í 10. sæti með 19 stig.

Millwall 1 - 0 Leeds
1-0 Japhet Tanganga ('40 )

Blackburn 0 - 2 Stoke City
0-1 Million Manhoef ('57 )
0-2 Tom Cannon ('85 , víti)

Coventry 1 - 2 Derby County
0-1 Jerry Yates ('11 )
0-2 Bobby Thomas ('73 , sjálfsmark)
1-2 Tatsuhiro Sakamoto ('77 )

Luton 1 - 0 Cardiff City
1-0 Jacob Brown ('57 )

Preston NE 0 - 0 Sunderland
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 11 7 4 0 31 8 +23 25
2 Middlesbrough 11 7 3 1 15 7 +8 24
3 Millwall 11 6 2 3 13 13 0 20
4 Bristol City 11 5 4 2 19 11 +8 19
5 Charlton Athletic 11 5 3 3 13 9 +4 18
6 Stoke City 11 5 3 3 12 8 +4 18
7 Hull City 11 5 3 3 19 19 0 18
8 QPR 11 5 3 3 15 16 -1 18
9 Leicester 11 4 5 2 15 11 +4 17
10 West Brom 11 5 2 4 12 13 -1 17
11 Preston NE 11 4 4 3 12 10 +2 16
12 Watford 11 4 3 4 13 13 0 15
13 Birmingham 11 4 3 4 11 14 -3 15
14 Ipswich Town 10 3 4 3 16 13 +3 13
15 Wrexham 11 3 4 4 15 16 -1 13
16 Swansea 11 3 4 4 10 11 -1 13
17 Portsmouth 11 3 4 4 10 12 -2 13
18 Southampton 11 2 6 3 12 15 -3 12
19 Derby County 11 2 5 4 12 16 -4 11
20 Oxford United 11 2 3 6 11 14 -3 9
21 Sheffield Utd 11 3 0 8 7 17 -10 9
22 Norwich 11 2 2 7 11 16 -5 8
23 Blackburn 10 2 1 7 8 16 -8 7
24 Sheff Wed 11 1 3 7 9 23 -14 6
Athugasemdir