Al-Hilal vill fá Salah fyrir næsta sumar - Man Utd ætlar að kaupa Branthwaite - PSG undirbýr tilboð í Duran
banner
   mið 06. nóvember 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Edu hafnaði betra samningstilboði
Edu.
Edu.
Mynd: EPA
Edu Gaspar hafnaði launahækkun frá Arsenal til að taka við stöðu hjá Evangelos Marinakis, eiganda Nottingham Forest og fleiri félaga.

Edu sagði upp störfum hjá Arsenal í vikunni. Edu lék á sínum tíma með Arsenal en hann mætti aftur til félagsins árið 2019 sem tæknilegur ráðgjafi og árið 2022 var hann ráðinn íþróttastjóri félagsins.

Hann vann náið með Mikel Arteta, stjóra liðsins, en ákvað að hætta núna þar sem honum bauðst annað starf.

Daily Mail segir að Arsenal hafi boðið Edu launahækkun en hann hafnaði því. Hann leit á nýtt starf sitt sem skref upp á við.

Hann verður háttsettur í teyminu hjá Evangelos Marinakis sem á þrjú fótboltafélög. Auk Forest eru það Olympiakos í Grikklandi og Rio Ave í Portúgal.

Hinn umdeildi Marinakis hefur mikinn metnað og lið Forest hefur komið gríðarlega á óvart á tímabilinu og situr í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Athugasemdir
banner
banner