Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 06. desember 2021 16:00
Elvar Geir Magnússon
Bandaríkjamaður inn í þjálfarateymi Man Utd
Chris Armas.
Chris Armas.
Mynd: EPA
Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United, er nálægt því að ráða Bandaríkjamanninn Chris Armas í þjálfarateymi sitt.

Þessi 49 ára gamli fyrrum landsliðsmaður Bandaríkjanna var stjóri Toronto í MLS-deildinni en var rekinn þaðan í júlí. Áður stýrði hann New York Red Bulls í tvö ár.

Rangnick þekkir Armas í gegnum Red Bull tenginguna.

Rangnick hefur verið að horfa til þess að ráða einhverja sem hann þekkir vel í teymið á Old Trafford. Þörfin á því varð enn meiri þegar Michael Carrick yfirgaf félagið.

Rangnick sagði á fréttamannafundi á föstudag að það væri ekki auðvelt verk að fá inn menn. Armas þarf að fá atvinnuleyfi.

Austurríkismaðurinn Gerhard Struber hefur verið orðaður við starf aðstoðarmanns Rangnick.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner