Miðjumaðurinn Sindri Björnsson verður ekki áfram hjá Val en samningur hans við félagið er á enda.
Sindri hefur verið á mála hjá Val undanfarin þrjú ár en hann skoðar nú næstu skref sín á ferlinum.
Sindri hefur verið á mála hjá Val undanfarin þrjú ár en hann skoðar nú næstu skref sín á ferlinum.
„Ég er kominn heim eftir stutta dvöl í Bandaríkjunum, ég útskrifaðist þaðan í desember og nú tekur einfaldlega við leit að nýju félagi hérna á Íslandi," sagði Sindri.
Hinn 24 ára gamli Sindri er uppalinn hjá Leikni en hann skaust fram á sjónarsviðið þegar liðið vann 1. deildina árið 2014. Sindri varð þá næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar.
Sindri lék með Leikni í Pepsi-deildinni árið 2015 en í kjölfarið samdi hann við Val. Síðastliðið sumar lék hann með ÍBV á láni í nokkrar vikur áður en hann fór til Bandaríkjanna í skóla.
Sindri hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands en hann hefur skorað þrjú mörk í 49 leikjum í Pepsi-deildinni á ferlinum.
Athugasemdir