fös 07. janúar 2022 20:20
Victor Pálsson
Hissa á að Trippier hafi endað í Newcastle
Mynd: Getty Images
Ian Woan, aðstoðarþjálfari Burnley, er hissa á að engin af topp sex liðum Englands hafi fengið Kieran Trippier til sín í janúar.

Trippier er genginn í raðir Newcastle í fallbaráttunni en hann er fyrrum leikmaður bæði Burnley og Tottenham.

Undanfarin tvö ár hefur Trippier spilað í spænsku úrvalsdeildinni með Atletico Madrid en var frjálst að finna annað lið í vetur.

Woan tekur einnig fram að Trippier sé uppáhalds leikmaður Sean Dyche, stjóra Burnley, en það er þekkt staðreynd innan liðsins.

„Þeir eru að fá toppleikmann bæði innan sem utan vallar. Stjórinn er þekktur fyrir að segja margoft að þetta sé hans uppáhalds leikmaður. Ég get líka sagt það hreinskilnislega að hann er líklega sá hæfileikaríkasti sem ég hef unnið með," sagði Woan.

„Hann er frábær náungi að hafa Í kringum hópinn og sumt sem hann getur gert með boltann er framúrskarandi. Ég er hissa, án þess að sýna Newcastle óvirðingu, að ekkert af topp sex liðunum hafi samið við hann."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner