Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   þri 07. janúar 2025 19:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gísli Gottskálk mættur til Lech Poznan (Staðfest)
Mynd: Lech Poznan
Gísli Gottskálk Þórðarson hefur yfirgefið Víking og samið við pólska félagið Lech Poznan. Hann gerir fjögurra og hálfs árs samning.

Gísli er fæddur árið 2004 og er uppalinn í Breiðablik en hann gekk til liðs við Víking árið 2022 frá ítalska félaginu Bologna. Hann vann Mjólkurbikarinn tvisvar og deildina einu sinni með liðinu.

Þá var hann lykilmaður hjá liðinu í Evrópuævintýrinu þar sem liðið er komið í útsláttakeppni Sambandsdeildarinnar.

Hann mun hefja æfingar með Poznan á morgun en liðið er í æfingabúðum í Tyrklandi þessa dagana.


Athugasemdir
banner
banner
banner