Gísli Gottskálk Þórðarson hefur yfirgefið Víking og samið við pólska félagið Lech Poznan. Hann gerir fjögurra og hálfs árs samning.
Gísli er fæddur árið 2004 og er uppalinn í Breiðablik en hann gekk til liðs við Víking árið 2022 frá ítalska félaginu Bologna. Hann vann Mjólkurbikarinn tvisvar og deildina einu sinni með liðinu.
Þá var hann lykilmaður hjá liðinu í Evrópuævintýrinu þar sem liðið er komið í útsláttakeppni Sambandsdeildarinnar.
Hann mun hefja æfingar með Poznan á morgun en liðið er í æfingabúðum í Tyrklandi þessa dagana.
Gisli Thordarson zosta? pi?karzem Lecha Pozna? ???? Islandzki pomocnik dzi? wieczorem podpisa? kontrakt, który b?dzie obowi?zywa? do 30 czerwca 2029 roku. Pi?karz w ?rod? do??czy do dru?yny Kolejorza, która jest na zgrupowaniu w tureckiej Larze.#NowyWTalii pic.twitter.com/mrWRe4mSUl
— Lech Pozna? (@LechPoznan) January 7, 2025
Athugasemdir