John Cross, yfirmaður fótboltafrétta hjá Mirror, segir að besti kosturinn sem nýr stjóri Manchester United sé Thomas Tuchel, landsliðsþjálfari Englands.
„Manni líður eins og enginn þori að viðurkenna það því aðalmarkmið Tuchel er að stýra Englandi á HM í sumar," skrifar Cross í skoðanapistli.
Manchester United er í stjóraleit eftir að Rúben Amorim var rekinn í vikunni.
„Manni líður eins og enginn þori að viðurkenna það því aðalmarkmið Tuchel er að stýra Englandi á HM í sumar," skrifar Cross í skoðanapistli.
Manchester United er í stjóraleit eftir að Rúben Amorim var rekinn í vikunni.
„Að orða Tuchel við United er klárlega truflun sem enska fótboltasambandið væri til í að vera laust við í aðdraganda móts sem Tuchel var fenginn til að skila gullverðlaunum í. Þetta er mál sem Tuchel væri til í að vera ekki spurður út í," segir Cross.
Cross segir að Tuchel búi yfir öllu sem United sé að leita að; reynslu úr ensku úrvalsdeildinni, stjórnunarhæfileikum og reynslu af því að starfa hjá stórum félögum. Tuchel vann Meistaradeildina með Chelsea og hefur einnig stýrt PSG og Bayern München.
„Ferilskrá hans er allt öðruvísi en hjá manni eins og Oliver Glasner sem er orðaður við United. Glasner hefur gert frábæra hluti með Crystal Palace en það er allt öðruvísi en að stýra Manchester United. Glasner gæti gert góða hluti á Old Trafford en honum fylgir áhætta á meðan Tuchel er með reynslu og hefur sannað sig."
Darren Fletcher stýrir Manchester United gegn Burnley í kvöld og svo er líklegt að Ole Gunnar Solskjær eða Michael Carrick taki við sem bráðabirgðastjóri út tímabilið.
„Tuchel hefur talað um hversu ánægður hann sé sem landsliðsþjálfari Englands, hann hefur jafnvel gefið í skyn að hann væri til í lengri samning. En allir stjórar heimsfótboltans eru tilbúnir að hlusta ef United hefur áhuga. Þetta er saga sem gæti þróast áfram, jafnvel þó HM sé við sjóndeildarhringinn."
Athugasemdir



