Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   mið 07. janúar 2026 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fulham kvartar undan marki Wirtz
Mynd: EPA
Marco Silva, stjóri Fulham, segir að félagið hafi reynt að setja sig í samband við enska dómarasambandið út af umdeildu marki Florian Wirtz í 2-2 jafntefli Fulham og Liverpool um síðustu helgi.

Wiirtz skoraði á 57. mínútu og jafnaði metin í 1-1. Hann virtist hins vegar vera rangstæður en VAR dæmdi markið gott og gilt.

Það kom hins vegar í ljós eftir leikinn að 5cm skekkjumörk á rangstöðudómum í VAR-kerfinu hafa verið til staðar frá tímabilinu 2021-22. Skekkjumörkin voru sett á eftir mótmæli áhorfenda og félagsliða um að rangstöðukerfið þyrfti að hafa einhver skekkjumörk vegna mannlegra mistaka í VAR-herberginu.

„Félagið er að reyna ná sambandi við dómarasambandið, hingað til höfum við ekki fengið svör. Við erum að bíða eftir svörum frá úrvalsdeildinni og dómarasambandinu því það er mikilvægt fyrir okkur," sagði Silva.

„Öll félögin munu hafa sömu skoðun, allir sem elska fótbolta hafa sömu skoðun."
Athugasemdir
banner