Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
banner
   sun 07. febrúar 2021 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England í dag - Liverpool þarf sigur gegn Man City
Það fara fram fjórir leikir í deild þeirra bestu á Englandi þennan sunnudaginn.

Fyrsti leikurinn er í hádeginu þegar Tottenham fær West Brom í heimsókn. Jose Mourinho, stjóri Tottenham, hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu Spurs að undanförnu. Liðið var arfaslakt gegn Chelsea í síðustu viku og þar enduðu leikar 1-0 fyrir Chelsea. Þetta eru tvö varnarsinnuð lið að mætast og verður spennandi að sjá hvernig fer.

Óvíst er það hvort Harry Kane sé klár í slaginn fyrir Spurs en Mourinho vonar það svo sannarlega.

Klukkan 14:00 mætast Wolves og Leicester. Úlfarnir eru ekki að eiga gott tímabil en Leicester er í Meistaradeildarbaráttu.

Þá er einn stærsti leikur tímabilsins til þessa klukkan 16:30 þegar Liverpool tekur á móti Manchester City. Liverpool hefur gengið illa að undanförnu á meðan Man City hefur verið á miklu skriði. Liverpool þarf nauðsynlega á sigri að halda í dag til að halda sér að einhverju leyti í titilbaráttunni.

Í síðasta leik dagsins mætir botnlið Sheffield United liði Chelsea í Sheffield.

Leikirnir verða allir sýndir í beinni á Síminn Sport.

sunnudagur 7. febrúar

ENGLAND: Premier League
12:00 Tottenham - West Brom
14:00 Wolves - Leicester City
16:30 Liverpool - Manchester City
19:15 Sheffield Utd - Chelsea
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 12 9 2 1 24 6 +18 29
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Aston Villa 12 6 3 3 15 11 +4 21
5 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
8 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
9 Tottenham 12 5 3 4 20 14 +6 18
10 Man Utd 12 5 3 4 19 19 0 18
11 Everton 12 5 3 4 13 13 0 18
12 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
13 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 12 3 2 7 11 22 -11 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner
banner