![Icelandair](/images/icelandair2_150x150px.png)
Fyrir hádegi í dag var landsliðshópur kvenna tilkynntur fyrir leiki gegn Sviss og Frakklandi í Þjóðadeildinni.
Það vekur athygli að það eru aðeins þrír leikmenn í hópnum spila á Íslandi en það eru Sandra María Jessen, markadrottning Bestu deildarinnar frá því í fyrra og svo Berglind Rós Ágústsdóttir og Natasha Anasi sem leika með Val.
Það vekur athygli að það eru aðeins þrír leikmenn í hópnum spila á Íslandi en það eru Sandra María Jessen, markadrottning Bestu deildarinnar frá því í fyrra og svo Berglind Rós Ágústsdóttir og Natasha Anasi sem leika með Val.
Allir aðrir leikmenn spila erlendis og margar hverjar í afar sterkum liðum.
Það er athyglisvert að bera hópinn í dag saman við hópinn sem var valinn í febrúar í fyrra. Þá voru átta leikmenn að spila hér heima í Bestu deildinni.
Leikmenn hafa verið að stíga skrefið út og eru núna að spila á hærra stigi sem hlýtur að teljast gott.
Framundan á næsta leyti hjá stelpunum er Evrópumótið í sumar og verður spennandi að sjá liðið þar.
Athugasemdir