þri 07. júní 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Besti varamarkvörður í heimi" skoðar málin
Kelleher hjálpaði Liverpool að vinna deildabikarinn.
Kelleher hjálpaði Liverpool að vinna deildabikarinn.
Mynd: EPA
Írski markvörðurinn Caoimhín Kelleher er að skoða sína möguleika fyrir næstu leiktíð.

Kelleher var varamarkvörður Liverpool á tímabilinu sem var að klárast og spilaði leiki liðsins í deildabikarnum. Hann hjálpaði liðinu að vinna þá keppni.

Hinn 23 ára gamli Kelleher skrifaði undir nýjan samning við Liverpool á síðasta ári en núna segist hann ekki vera viss með framtíð sína.

„Við munum taka samtalið um hvað er að fara að gerast," sagði Kelleher, sem er núna í landsliðsverkefni með Írlandi.

Kelleher spilaði alls átta leiki á síðustu leiktíð en hann þykir afar góður varamarkvörður. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur lýst honum sem besta varamarkverði heims.

Það eru ekki miklar líkur á því að hann verði aðalmarkvörður Liverpool á næstu árum þar Alisson á þá stöðu. Hugsanlega heillar það Kelleher að fara eitthvert þar sem hann á möguleika á að spila meira.
Athugasemdir
banner
banner
banner