Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 07. júní 2022 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Pogba: Aðalatriðið að fá að vera ég sjálfur
Mynd: Getty Images

Ítalskir fjölmiðlar halda því fram að Paul Pogba sé svo gott sem genginn aftur í raðir Juventus eftir sex ára fjarveru.


Pogba gerði garðinn frægan með Juve eftir að hafa komið til félagsins á frjálsri sölu frá Manchester United sumarið 2016.

Eftir nokkur ár hjá Juve þótti Pogba einn af bestu miðjumönnum heims og ákvað Man Utd að kaupa hann til baka fyrir metfé.

Pogba skrifaði undir sex ára samning við Man Utd sem er á enda og virðist Pogba vera á leið til Juve á frjálsri sölu í annað sinn á ferlinum.

„Ég er ekki búinn að taka ákvörðun. Ég ætla að taka mér góðan tíma til að vega og meta alla kostina sem bjóðast. Aðalatriðið fyrir mig er að spila fótbolta og njóta þess að fá að vera ég sjálfur," sagði Pogba í viðtali í dag.

Paris Saint-Germain og Real Madrid hafa einnig verið orðuð við Pogba en ítalskir fjölmiðlar virðast vissir í sinni sök. Þeir segja að Real sé að einbeita sér að viðræðum við Aurelien Tchouameni og að PSG sé með aðra miðjumenn í forgangi.


Athugasemdir
banner
banner