Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   mið 07. júní 2023 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Brighton undirbýr 40 milljónir punda fyrir Colwill

Brighton hefur mikinn áhuga á að kaupa miðvörðinn Levi Colwill frá Chelsea í sumar. Colwill er aðeins 20 ára gamall og stóð sig vel á láni hjá Brighton á nýliðnu úrvalsdeildartímabili.


Chelsea hafnaði á dögunum 30 milljón punda tilboði Brighton í Colwill og greinir Fabrizio Romano frá því að félagið sé að undirbúa endurbætt tilboð.

Brighton mun bjóða rétt tæpar 40 milljónir punda í Colwill, en Chelsea hefur engan áhuga á að selja varnarmanninn. Hann er partur af framtíðaráformum félagsins.

Brighton krækti sér í Evrópudeildarsæti á úrvalsdeildartímabilinu en Chelsea var gríðarlega langt frá settum markmiðum og endaði í 12. sæti, aðeins tíu stigum fyrir ofan fallsæti og heilum átján stigum eftir Brighton.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner