Onana til Villa - Klopp hefur ekki áhuga á enska landsliðsþjálfarastarfinu - Atletico vill Alvarez
   fös 07. júní 2024 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Útskýrir hvers vegna hann fékk rautt spjald 5-0 yfir
Lengjudeildin
Fékk rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks.
Fékk rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór gaf Halla beint rautt spjald.
Arnar Þór gaf Halla beint rautt spjald.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mamadou átti góðan leik.
Mamadou átti góðan leik.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Keflavík vann 5-0 sigur á Leikni í 6. umferð Lengjudeildarinnar á miðvikudagskvöld. Keflavík var komið í 5-0 eftir 36 mínútna leik. Leikurinn er forvitnilegur fyrir að minnsta kosti þrjár sakir; frábæran fyrri hálfleik Keflavíkur og að sama skapi mjög slaka frammistöðu Leiknis, rauða spjaldið sem Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, fékk í lok fyrri hálfleiks og svo þá staðreynd að Vigfús Arnar Jósepsson hætti sem þjálfari Leiknis daginn eftir leik.

Lestu um leikinn: Keflavík 5 -  0 Leiknir R.

Haraldur Freyr ræddi við Fótbolta.net í dag og fór yfir frammistöðu sinna manna. Var augljóst að þetta væri ykkar besti hálfleikur í sumar?

„Já, auðvitað erfitt að mótmæla því, skorum fimm mörk og erum búnir að gera út um leikinn eftir einhverjar 20 mínútur. Við höfum verið að spila nokkuð vel í þessum leikjum það sem af er, en stigasöfnunin hefur ekki verið eins og við vonuðumst eftir. Við nýttum okkar færi mjög vel, skorum eiginlega úr öllum sénsum sem við fáum. Svo er Ásgeir í markinu góður í markinu. Þetta var góður leikur heilt yfir, slökum kannski aðeins á bensíngjöfinni í seinni hálfleik eins og oft gerist þegar þú ert kominn í þessa stöðu," sagði Halli.

Hann var spurður hvort það væru einhver sérstök frammistaða sem hann vildi nefna.

„Liðið í heild var mjög gott og við töluðum um það fyrir leik að við þyrftum frammistöðu frá öllum til þess að punktarnir yrðu eftir í Keflavík. Það tókst hjá okkur. Dagur (Ingi Valsson) á góðan dag og Mamadou (Diaw) átti mjög góðan dag frammi. Svo var Ásgeir (Orri Magnússon) í markinu góður. Varnarlínan var líka mjög flott, heilt yfir góður bragur á þessu."

Í stöðunni 5-0 í lok fyrri hálfleiks tekst Halla einhvern veginn að fá rautt spjald.

„Svona meter frá mér brýtur leikmaður Leiknis mjög illa á Mamadou. Við erum búnir að vera með mikið af meiðslum og vorum búnir hugsa um að taka hann út af í hálfleik, og fleiri leikmenn. Ég sá fyrir mér að hann væri stórslasaður. Svo sé ég að hann (dómarinn) flautar ekki aukaspyrnu á það og ég bara missti mig í augnablikinu. Ég hélt á vatnsbrúsa sem ég kasta í jörðina og hann rúllar inn á völlinn. Samkvæmt bókinni er þetta túlkað eins og ég sé að kasta einhverju inn á völlinn og fæ þar af leiðandi rautt spjald."

„Já, mér finnst það grimmt. Í 5-0 stöðu er mjög kjánalegt að fá rautt spjald og vera rekinn út af. Mér finnst, þegar ég lít á þetta eftir á, að dómarinn hefði mátt koma, róa mig niður og gefa mér gult spjald,"
sagði Halli að lokum. Atvikið má sjá hér að neðan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Fjölnir 13 9 3 1 27 - 13 +14 30
2.    Njarðvík 13 7 3 3 25 - 17 +8 24
3.    ÍBV 12 5 4 3 24 - 15 +9 19
4.    ÍR 13 5 4 4 19 - 18 +1 19
5.    Keflavík 13 4 6 3 17 - 14 +3 18
6.    Þór 12 4 5 3 21 - 18 +3 17
7.    Grindavík 13 4 5 4 21 - 24 -3 17
8.    Afturelding 13 5 2 6 20 - 26 -6 17
9.    Þróttur R. 12 4 3 5 20 - 18 +2 15
10.    Leiknir R. 13 4 0 9 15 - 23 -8 12
11.    Grótta 13 2 4 7 19 - 32 -13 10
12.    Dalvík/Reynir 12 1 5 6 12 - 22 -10 8
Athugasemdir
banner
banner