Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
banner
   þri 07. júlí 2020 16:06
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið dagsins: Gilmour byrjar í stað Kante
Það eru tveir leikir sem hefjast innan skamms í ensku úrvalsdeildinni. Crystal Palace og Chelsea eigast við í Lundúnaslag á meðan Watford tekur á móti Norwich í fallbaráttunni.

Roy Hodgson gerir tvær breytingar á liði Crystal Palace sem tapaði 3-0 gegn Leicester í síðustu umferð. Scott Dann kemur inn í vörnina í stað Mamadou Sakho og þá fær Cheickou Kouyate sæti á miðjunni þar sem Jairo Riedewald spilaði í síðasta leik.

Palace siglir lygnan sjó í neðri hluta deildarinnar á meðan Chelsea er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti.

Hinn nítján ára gamli Billy Gilmour kemur inn í byrjunarlið Chelsea í stað N'Golo Kante sem fór meiddur af velli í sigri gegn Watford um helgina. Jorginho er geymdur á bekknum. Frank Lampard gerir ekki aðrar breytingar eftir sigurinn góða og leiðir Olivier Giroud sóknarlínuna með Tammy Abraham á bekknum.

Crystal Palace: Guaita, Ward, Cahill, Dann, Van Aanholt, Milivojevic, McArthur, Kouyate, Ayew, Zaha, Benteke
Varamenn:

Chelsea: Kepa, James, Zouma, Christensen, Azpilicueta, Gilmour, Barkley, Mount, Willian, Pulisic, Giroud
Varamenn: Caballero, Rüdiger, Alonso, Jorginho, Loftus-Cheek, Pedro, Hudson-Odoi, Batshuayi, Abraham



Nigel Pearson ákvað að bæta Adam Masina og Danny Welbeck við byrjunarlið Watford eftir 3-0 tap gegn Chelsea í síðustu umferð. Masina kemur inn í vörnina fyrir Adrian Mariappa og Welbeck kemur inn í liðið fyrir Nathaniel Chalobah. Hann tekur sæti Will Hughes á vinstri kanti og fer Hughes niður á miðjuna.

Leikurinn í dag er kjörið tækifæri fyrir Watford þar sem sigur kæmi liðinu fjórum stigum frá fallsvæðinu.

Botnlið Norwich hefur ekkert gert nema tapað eftir Covid pásuna og er sjö stigum frá öruggu sæti sem stendur. Það er því núna eða aldrei fyrir Norwich, sem verður tíu stigum frá öruggu sæti með tapi í dag.

Marco Stiepermann og Mario Vrancic koma inn í byrjunarlið Norwich eftir 0-1 tap gegn Brighton í síðustu umferð. Þeir taka sæti Josip Drmic og Ondrej Duda.

Watford: Foster, Femenia, Kabasele, Dawson, Masina, Capoue, Hughes, Doucoure, Sarr, Welbeck, Deeney
Varamenn: Gomes, Mariappa, Cleverley, Chalobah, Cathcart, J. Pedro, Gray, Pussetto, Pereyra

Norwich: Krul, Aarons, Godfrey, Klose, Lewis, Tettey, Vrancic, Buendia, Stiepermann, Hernandez, Pukki
Varamenn: McGovern, Thomas, Trybull, Rupp, McLean, Martin, Duda, Drmic, Idah
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 13 9 3 1 25 7 +18 30
2 Man City 13 8 1 4 27 12 +15 25
3 Chelsea 13 7 3 3 24 12 +12 24
4 Aston Villa 13 7 3 3 16 11 +5 24
5 Brighton 13 6 4 3 21 16 +5 22
6 Sunderland 13 6 4 3 17 13 +4 22
7 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
8 Liverpool 13 7 0 6 20 20 0 21
9 Crystal Palace 13 5 5 3 17 11 +6 20
10 Brentford 13 6 1 6 21 20 +1 19
11 Bournemouth 13 5 4 4 21 23 -2 19
12 Tottenham 13 5 3 5 21 16 +5 18
13 Newcastle 13 5 3 5 17 16 +1 18
14 Everton 13 5 3 5 14 17 -3 18
15 Fulham 13 5 2 6 15 17 -2 17
16 Nott. Forest 13 3 3 7 13 22 -9 12
17 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
18 Leeds 13 3 2 8 13 25 -12 11
19 Burnley 13 3 1 9 15 27 -12 10
20 Wolves 13 0 2 11 7 28 -21 2
Athugasemdir
banner
banner