Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
   þri 07. júlí 2020 19:13
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Brentford og Fulham halda pressunni uppi
Brentford og Fulham halda pressu á toppliðin í Championship deildinni með sigrum sínum í dag.

Brentford var undir gegn Charlton þar til á lokakafla leiksins þegar Said Benrahma og Ethan Pinnock snéru stöðunni við.

Brentford er í þriðja sæti eftir sigurinn, tveimur stigum frá West Brom sem er í öðru sæti en á leik til góða. Leikurinn var einnig mikilvægur fyrir Charlton í fallbaráttunni. Félagið er tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið eftir tapið.

Það var Harry Arter, sem er að láni frá Bournemouth, sem gerði eina mark leiksins er Fulham lagði Nottingham Forest á útivelli.

Aðeins tvö stig skildu liðin að í umspilsbaráttunni en nú er Fulham með fimm stiga forystu.

Brentford 2 - 1 Charlton Athletic
0-1 Macauley Bonne ('8 )
1-1 Said Benrahma ('75 , víti)
2-1 Ethan Pinnock ('85 )

Nott. Forest 0 - 1 Fulham
0-1 Harry Arter ('45 )

Luton og Barnsley skildu jöfn í botnslag deildarinnar. Eitt stig skilur liðin að á botninum, þar sem Barsnley er fyrir ofan, þremur stigum frá öruggu sæti.

Reading og Huddersfield gerðu einnig jafntefli. Ekkert mark var skorað í leiknum og er Huddersfield þremur stigum frá fallsæti.

Luton 1 - 1 Barnsley
1-0 Luke Berry ('13 )
1-1 Aapo Halme ('84 )

Reading 0 - 0 Huddersfield
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 17 12 4 1 47 17 +30 40
2 Stoke City 17 9 3 5 25 12 +13 30
3 Middlesbrough 17 8 6 3 22 18 +4 30
4 Ipswich Town 16 7 6 3 28 16 +12 27
5 Preston NE 17 7 6 4 22 17 +5 27
6 Bristol City 16 7 5 4 25 18 +7 26
7 Derby County 17 7 5 5 24 23 +1 26
8 Hull City 17 7 4 6 28 29 -1 25
9 Millwall 16 7 4 5 18 23 -5 25
10 Birmingham 16 7 3 6 24 18 +6 24
11 Southampton 17 6 6 5 26 22 +4 24
12 Watford 17 6 6 5 23 21 +2 24
13 Leicester 17 6 6 5 20 20 0 24
14 Charlton Athletic 17 6 5 6 17 20 -3 23
15 Wrexham 16 5 7 4 20 19 +1 22
16 QPR 16 6 4 6 20 25 -5 22
17 West Brom 16 6 3 7 16 19 -3 21
18 Blackburn 15 6 1 8 16 20 -4 19
19 Portsmouth 16 4 5 7 15 21 -6 17
20 Swansea 17 4 5 8 16 24 -8 17
21 Oxford United 17 3 6 8 18 24 -6 15
22 Sheffield Utd 16 4 1 11 14 26 -12 13
23 Norwich 17 2 4 11 16 28 -12 10
24 Sheff Wed 16 1 5 10 12 32 -20 -4
Athugasemdir
banner