Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 07. júlí 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Flugeldur skemmdi styttu Everton af Dixie Dean
Goodsion Park, heimavöllur Everton.
Goodsion Park, heimavöllur Everton.
Mynd: Getty Images
Lögreglan í Liverpool hefur hafið rannsókn eftir að flugeldur olli skemmdum á styttu af Dixie Dean sem er fyrir framan Goodison Park.

Dean skoraði 349 deildarmörk með Everton á árunum 1925 til 1937.

Árið 2001 var stytta afhjúpuð af honum fyrir utan heimavöll Everton.

Í gær birtist myndaband á samfélagsmiðlum þar sem flugeldur sést í hendinni á styttunni af Dean og olli flugeldurinn einhverjum skemmdum á styttunni.

Lögreglan í Liverpool hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem sagt er að málið sé til rannsóknar.
Athugasemdir
banner
banner
banner