Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
banner
   lau 24. janúar 2026 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Moyes: Hissa ef Garner mætti spila fyrir landsliðið
Moyes er að gera flotta hluti við stjórnvölinn hjá Everton.
Moyes er að gera flotta hluti við stjórnvölinn hjá Everton.
Mynd: EPA
Iliman Ndiaye og Kiernan Dewsbury-Hall gætu verið í lykilhlutverki á seinni hluta tímabils.
Iliman Ndiaye og Kiernan Dewsbury-Hall gætu verið í lykilhlutverki á seinni hluta tímabils.
Mynd: EPA
James Garner skrifaði undir samning í gær.
James Garner skrifaði undir samning í gær.
Mynd: Everton
David Moyes þjálfari Everton var í góðu skapi á fréttamannafundi í gær fyrir leik liðsins gegn Leeds United sem fer fram á mánudagskvöldið.

Everton heimsækir þar Dominic Calvert-Lewin og félaga, en Calvert-Lewin rann út á samningi hjá Everton síðasta sumar eftir níu ár hjá félaginu. Hann hefur verið í miklu stuði með Leeds á úrvalsdeildartímabilinu og er fjórði markahæstur í deildinni sem stendur.

Eins og staðan er í dag eru Beto og Thierno Barry að berjast um byrjunarliðssæti í fremstu víglínu hjá Everton. Þeir hafa báðir komið við sögu í öllum 22 deildarleikjum tímabilsins, en Beto er aðeins kominn með 2 mörk og Barry með 4 mörk.

„Við viljum ekki selja Beto, við erum ekki tilbúnir til að láta neinn framherja fara útaf því að við erum ekki með nóg af þeim," svaraði Moyes þegar hann var spurður út í mögulega sölu á Beto.

Hann var einnig spurður út í Iliman Ndiaye og Idrissa Gana Gueye sem unnu Afríkukeppnina með Senegal á dögunum.

„Ég hef ekki haft tíma til að spjalla við þá, ég sá þá í gegnum glerið fyrir hálftíma. Ég bankaði á glerið og spurði hvers vegna þeir voru svona lengi að koma til baka, en þeir heyrðu ekki í mér útaf því að glerið er þykkt.

„Það er mikilvægt fyrir okkur að hafa sigurvegara í hópnum. Gueye hefur góða reynslu af því að vinna en þetta er mjög mikilvægt fyrir reynslubankann hjá Ndiaye. Ég vil leikmenn í hópnum sem hafa reynslu af því að komast langt á stórmóti og spila úrslitaleik. Það eru mikil gleðitíðindi að fá þá aftur til baka."


Moyes hrósaði einnig táningnum Harrison Armstrong fyrir frábæra frammistöðu gegn Aston Villa um síðustu helgi eftir að hafa verið endurkallaður úr láni hjá Preston North End. Moyes segir þó að markmiðið sé að senda hann aftur til Preston á lánssamningi út tímabilið.

Þjálfarinn var að lokum spurður út í samskipti sín við Thomas Tuchel eftir sigur Everton gegn Villa. Moyes viðurkennir að samræðurnar hafi snúist um James Garner, eftirsóttan miðjumann Everton sem var að gera nýjan langtímasamning við félagið á dögunum.

„Ég sagði við Thomas eftir leikinn að James er skoskur og þess vegna væri ég hissa ef hann mætti yfir höfuð spila fyrir enska landsliðið. Nafnið hans hljómar allavega mjög skoskt.

„Thomas hefur horft á nokkra tæpa sigra hjá okkur á tímabilinu og er orðinn að hálfgerðu lukkudýri. Við ræddum um nokkra hluti."


Garner var lykilmaður í U21 landsliði Englands og eru aðrir leikmenn Everton sem gera tilkall til sætis í enska landsliðshópnum. Þar má helst nefna Kiernan Dewsbury-Hall og Jarrad Branthwaite sem hafa verið að glíma við meiðsli en eru byrjaðir að æfa aftur með hópnum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner
banner
banner