Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
banner
   lau 24. janúar 2026 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland í dag - Einfalt fyrir Bayern
Mynd: EPA
Þýskalandsmeistarar FC Bayern eru að eiga ótrúlegt tímabil þar sem þeir eru með ellefu stiga forystu á toppi Bundesliga.

Þeir geta bætt við forskotið þegar þeir taka á móti fallbaráttuliði Augsburg í dag, en Borussia Dortmund situr í öðru sæti og mætir til leiks í síðasta leik dagsins gegn Union Berlin.

Annars á Bayer Leverkusen heimaleik við Werder Bremen en heimamenn eru búnir að tapa þremur leikjum í röð í öllum keppnum og þurfa nauðsynlega á sigri að halda. Þeir eru fjórum stigum frá meistaradeildarsæti sem stendur.

Eintracht Frankfurt mætir Hoffenheim í evrópubaráttunni þar sem sex stig skilja liðin að á meðan RB Leipzig heimsækir Heidenheim sem situr í fallsæti. Leipzig er einu stigi frá meistaradeildarsæti.

Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar í Köln mæta til leiks á morgun.

Leikir dagsins
14:30 Eintracht Frankfurt - Hoffenheim
14:30 FC Bayern - Augsburg
14:30 Mainz - Wolfsburg
14:30 Heidenheim - RB Leipzig
14:30 Leverkusen - Werder Bremen
17:30 Union Berlin - Dortmund
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 18 16 2 0 71 14 +57 50
2 Dortmund 18 11 6 1 35 17 +18 39
3 Hoffenheim 17 10 3 4 35 21 +14 33
4 Stuttgart 18 10 3 5 33 26 +7 33
5 RB Leipzig 17 10 2 5 33 24 +9 32
6 Leverkusen 17 9 2 6 34 25 +9 29
7 Eintracht Frankfurt 18 7 6 5 38 39 -1 27
8 Freiburg 18 6 6 6 29 31 -2 24
9 Union Berlin 18 6 6 6 24 27 -3 24
10 Köln 18 5 5 8 27 30 -3 20
11 Gladbach 18 5 5 8 23 29 -6 20
12 Wolfsburg 18 5 4 9 27 38 -11 19
13 Werder 17 4 6 7 21 34 -13 18
14 Hamburger 17 4 5 8 17 27 -10 17
15 Augsburg 18 4 4 10 20 35 -15 16
16 Heidenheim 18 3 4 11 17 39 -22 13
17 Mainz 18 2 6 10 18 31 -13 12
18 St. Pauli 17 3 3 11 16 31 -15 12
Athugasemdir
banner
banner