þri 07. júlí 2020 19:42
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Lazio að missa af titlinum - Tapaði gegn Lecce
Patric beit andstæðing
Lecce 2 - 1 Lazio
0-1 Felipe Caicedo ('5)
1-1 Khouma Babacar ('30)
2-1 Fabio Lucioni ('47)

Lecce og Lazio áttust við í fyrsta leik 31. umferðar ítalska boltans og var sterklega búist við sigri Lazio sem er í toppbaráttunni.

Heimamenn voru þó frískir og var glæsilegt mark dæmt af Marco Mancosu á annarri mínútu vegna hendi. Skömmu síðar kom Felipe Caicedo gestunum yfir eftir slæm mistök Gabriel í marki heimamanna.

Khouma Babacar jafnaði fyrir Lecce með skallamarki á 30. mínútu og fékk Mancosu að stíga á vítapunktinn rétt fyrir leikhlé. Spyrna hans fór yfir markið og staðan því jöfn í leikhlé, 1-1.

Fabio Lucioni kom heimamönnum yfir í upphafi síðari hálfleiks með skallamarki eftir hornspyrnu og Lecce óvænt með forystuna.

Lazio reyndi að jafna leikinn en tókst ekki að skora og fékk Patric beint rautt spjald fyrir að bíta andstæðing í uppbótartíma.

Lazio er því svo gott sem búið að missa af Ítalíumeistaratitlinum þar sem Juventus er með sjö stiga forystu og leik til góða.

Sigurinn er afar mikilvægur fyrir Lecce sem er komið úr fallsæti, einu stigi fyrir ofan Genoa.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Bologna 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Cagliari 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Como 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Cremonese 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Fiorentina 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Genoa 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Inter 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Juventus 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Lazio 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Lecce 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Milan 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Napoli 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Parma 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Pisa 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Roma 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sassuolo 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Torino 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Empoli 38 6 13 19 33 59 -26 31
19 Venezia 38 5 14 19 32 56 -24 29
19 Udinese 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Verona 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Monza 38 3 9 26 28 69 -41 18
Athugasemdir
banner