Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 07. júlí 2021 16:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Addi í þriggja leikja bann - „Niðurstaða sem ég verð að sætta mig við"
Lengjudeildin
Alls ekki sáttur og sparkaði í ruslatunnu
Alls ekki sáttur og sparkaði í ruslatunnu
Mynd: Raggi Óla
Mynd: Raggi Óla
Arnar Þór Helgason var í gær úrskurðaður í þriggja leikja bann eftir að hafa fengið að líta sitt annað rauða spjald í sumar gegn Aftureldingu 1. júlí.

Fyrra rauða spjaldið kom á móti Grindavík þann 18. júní og fór hann þá í eins leiks bann og missti af lokaleik Gróttu í júní. Hann fékk því rautt spjald í tveimur leikjum í röð.

Venjulega ætti Arnar að fá tveggja leikja bann fyrir sitt annað rauða spjald á tímabilinu en hann brást illa við spjaldinu gegn Aftureldingu og uppsker aukaleik í bann.

„Brýtur á Kára sem var sloppinn einn í gegn. Sýndist þetta vera réttur dómur!" skrifaði Þorgeir Leó Gunnarsson í textalýsingu frá leik Aftureldingar og Gróttu. Atvikið má sjá neðst í fréttinni. Á myndum hér við fréttina má sjá að Arnar var ósáttur við dóminn.

Arnar lék ekki með gegn Víkingi Ólafsvík á mánudag og á því tvo leiki eftir af leikbanninu. Fréttaritatari Fótbolta.net hafði samband við Arnar og spurði hann út í bannið.

Ertu svekktur með seinna rauða spjaldið og sérðu eftir viðbrögðum þínum í kjölfarið?

„Ég var gríðarlega svekktur með að dómarinn hafi dæmt brot. Þetta er mitt annað rauða spjald á stuttum tíma og í þetta skiptið fannst mér það ekki verðskuldað. Hins vegar er ljóst að ég gekk of langt í viðbrögðum mínum. Út á þau fæ ég aukaleik í bann sem er mjög þungt, en niðurstaða sem ég verð að sætta mig við," sagði Addi.


Athugasemdir
banner
banner