Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 07. ágúst 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Megan Warner í Sindra (Staðfest)
Mynd: Sindri
Sindri í 2. deild kvenna hefur fengið styrk fyrir átökin í deildinni en félagið hefur fengið Megan Warner frá Englandi.

Warner, sem er 22 ára gömul, er uppalin hjá Watford á Englandi en hún hefur spilað síðustu ár í háskóla í Bandaríkjunum.

Hún var valin nýliði ársins hjá Webber-háskólanum þar sem hún vann gullskóinn árið 2018 og 2019 auk þess sem hún var valin nýliði ársins.

Þetta er mikill fengur fyrir Sindra sem er í botnbaráttunni í 2. deildinni en liðið er með 3 stig í 8. sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner