Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   sun 07. ágúst 2022 22:15
Haraldur Örn Haraldsson
Óskar Hrafn: Þú getur ekki valið leiki sem þú kennir þreytu um
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks var svekktur eftir að liðið hans tapaði 5-2 fyrir Stjörnunni í Garðabænum í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 5 -  2 Breiðablik

„Ég er auðvitað bara svekktur með frammistöðuna, svekktur með niðurstöðuna en við verðum bara að vera auðmjúkir. Frammistaðan var ekki nógu góð að það er bara eins og það er. Engin dramatík í því, við spilum ekki nógu vel og uppskárum kannski svona eins og við sáðum."

Þetta er bara annað tap Blika í deildinni en hvað var það þá sem klikkaði í leik þeirra í kvöld?

„Ég veit það ekki, mér fannst eiginlega bara frá byrjun vanta orku og einhvern svona kraft og þennan dugnað sem hefur einkennt okkur og þó eftir markið hjá þeim og kannski svona fyrstu 20 mínúturnar fram að markinu okkar fannst mér við vera lifna við og stjórna leiknum en svo einhvernvegin hleypum við þeim aftur inn í leikinn og fáum á okkur 2 mörk fyrir hlé og þá var þetta eihvernvegin alltaf á brattan að sækja og við höfðum ekki orkuna og kraftin til þess að ná eitthvað meira heldur en þetta."

Breiðablik er ennþá í 3 keppnum þ.e.a.s. deild, bikar og evrópu. Er þetta þreytumerki?

„Nei þetta er ekki þreyta, þetta er eitthvað annað. Þetta er kannski meira spennufall eða eitthvað svona. Þetta er alls ekki þreyta, við erum búnir að spila marga leiki að undanförnu og höfum verið kraftmiklir þar þannig þú getur ekki bara valið þér leiki sem þú kennir þreytu um. Þannig við verðum bara að vera auðmjúkir og bara horfast í augu við það að við vorum ekki nógu kraftmiklir og því fór sem fór."

Breiðablik liggur núna 3-1 undir í viðureign sinni á móti İstanbul Başakşehir í Sambands deildinni. Hverjar eru væntingarnar fyrir þeim leik?

„Mínar væntingar eru bara að við náum að fylgja eftir góðum leik á kópavogsvelli á fimmtudaginn sem ég var mjög ánægður með og mér fannst við standa þeim vel jafnfætis og gott betur í þeim leik og áttum skilið að fá meira út úr honum. Við förum þangað til að ná eins hagstæðum úrslitum og kostur er, við ætlum að reyna vinna þá og sjáum hvað við komumst langt með það."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan þar talar Óskar nánar um næsta leik gegn İstanbul Başakşehir


Athugasemdir
banner