Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
   sun 07. ágúst 2022 22:15
Haraldur Örn Haraldsson
Óskar Hrafn: Þú getur ekki valið leiki sem þú kennir þreytu um
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks var svekktur eftir að liðið hans tapaði 5-2 fyrir Stjörnunni í Garðabænum í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 5 -  2 Breiðablik

„Ég er auðvitað bara svekktur með frammistöðuna, svekktur með niðurstöðuna en við verðum bara að vera auðmjúkir. Frammistaðan var ekki nógu góð að það er bara eins og það er. Engin dramatík í því, við spilum ekki nógu vel og uppskárum kannski svona eins og við sáðum."

Þetta er bara annað tap Blika í deildinni en hvað var það þá sem klikkaði í leik þeirra í kvöld?

„Ég veit það ekki, mér fannst eiginlega bara frá byrjun vanta orku og einhvern svona kraft og þennan dugnað sem hefur einkennt okkur og þó eftir markið hjá þeim og kannski svona fyrstu 20 mínúturnar fram að markinu okkar fannst mér við vera lifna við og stjórna leiknum en svo einhvernvegin hleypum við þeim aftur inn í leikinn og fáum á okkur 2 mörk fyrir hlé og þá var þetta eihvernvegin alltaf á brattan að sækja og við höfðum ekki orkuna og kraftin til þess að ná eitthvað meira heldur en þetta."

Breiðablik er ennþá í 3 keppnum þ.e.a.s. deild, bikar og evrópu. Er þetta þreytumerki?

„Nei þetta er ekki þreyta, þetta er eitthvað annað. Þetta er kannski meira spennufall eða eitthvað svona. Þetta er alls ekki þreyta, við erum búnir að spila marga leiki að undanförnu og höfum verið kraftmiklir þar þannig þú getur ekki bara valið þér leiki sem þú kennir þreytu um. Þannig við verðum bara að vera auðmjúkir og bara horfast í augu við það að við vorum ekki nógu kraftmiklir og því fór sem fór."

Breiðablik liggur núna 3-1 undir í viðureign sinni á móti İstanbul Başakşehir í Sambands deildinni. Hverjar eru væntingarnar fyrir þeim leik?

„Mínar væntingar eru bara að við náum að fylgja eftir góðum leik á kópavogsvelli á fimmtudaginn sem ég var mjög ánægður með og mér fannst við standa þeim vel jafnfætis og gott betur í þeim leik og áttum skilið að fá meira út úr honum. Við förum þangað til að ná eins hagstæðum úrslitum og kostur er, við ætlum að reyna vinna þá og sjáum hvað við komumst langt með það."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan þar talar Óskar nánar um næsta leik gegn İstanbul Başakşehir


Athugasemdir