Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
   sun 07. ágúst 2022 22:15
Haraldur Örn Haraldsson
Óskar Hrafn: Þú getur ekki valið leiki sem þú kennir þreytu um
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks var svekktur eftir að liðið hans tapaði 5-2 fyrir Stjörnunni í Garðabænum í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 5 -  2 Breiðablik

„Ég er auðvitað bara svekktur með frammistöðuna, svekktur með niðurstöðuna en við verðum bara að vera auðmjúkir. Frammistaðan var ekki nógu góð að það er bara eins og það er. Engin dramatík í því, við spilum ekki nógu vel og uppskárum kannski svona eins og við sáðum."

Þetta er bara annað tap Blika í deildinni en hvað var það þá sem klikkaði í leik þeirra í kvöld?

„Ég veit það ekki, mér fannst eiginlega bara frá byrjun vanta orku og einhvern svona kraft og þennan dugnað sem hefur einkennt okkur og þó eftir markið hjá þeim og kannski svona fyrstu 20 mínúturnar fram að markinu okkar fannst mér við vera lifna við og stjórna leiknum en svo einhvernvegin hleypum við þeim aftur inn í leikinn og fáum á okkur 2 mörk fyrir hlé og þá var þetta eihvernvegin alltaf á brattan að sækja og við höfðum ekki orkuna og kraftin til þess að ná eitthvað meira heldur en þetta."

Breiðablik er ennþá í 3 keppnum þ.e.a.s. deild, bikar og evrópu. Er þetta þreytumerki?

„Nei þetta er ekki þreyta, þetta er eitthvað annað. Þetta er kannski meira spennufall eða eitthvað svona. Þetta er alls ekki þreyta, við erum búnir að spila marga leiki að undanförnu og höfum verið kraftmiklir þar þannig þú getur ekki bara valið þér leiki sem þú kennir þreytu um. Þannig við verðum bara að vera auðmjúkir og bara horfast í augu við það að við vorum ekki nógu kraftmiklir og því fór sem fór."

Breiðablik liggur núna 3-1 undir í viðureign sinni á móti İstanbul Başakşehir í Sambands deildinni. Hverjar eru væntingarnar fyrir þeim leik?

„Mínar væntingar eru bara að við náum að fylgja eftir góðum leik á kópavogsvelli á fimmtudaginn sem ég var mjög ánægður með og mér fannst við standa þeim vel jafnfætis og gott betur í þeim leik og áttum skilið að fá meira út úr honum. Við förum þangað til að ná eins hagstæðum úrslitum og kostur er, við ætlum að reyna vinna þá og sjáum hvað við komumst langt með það."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan þar talar Óskar nánar um næsta leik gegn İstanbul Başakşehir


Athugasemdir
banner
banner