Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   sun 07. ágúst 2022 22:15
Haraldur Örn Haraldsson
Óskar Hrafn: Þú getur ekki valið leiki sem þú kennir þreytu um
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks var svekktur eftir að liðið hans tapaði 5-2 fyrir Stjörnunni í Garðabænum í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 5 -  2 Breiðablik

„Ég er auðvitað bara svekktur með frammistöðuna, svekktur með niðurstöðuna en við verðum bara að vera auðmjúkir. Frammistaðan var ekki nógu góð að það er bara eins og það er. Engin dramatík í því, við spilum ekki nógu vel og uppskárum kannski svona eins og við sáðum."

Þetta er bara annað tap Blika í deildinni en hvað var það þá sem klikkaði í leik þeirra í kvöld?

„Ég veit það ekki, mér fannst eiginlega bara frá byrjun vanta orku og einhvern svona kraft og þennan dugnað sem hefur einkennt okkur og þó eftir markið hjá þeim og kannski svona fyrstu 20 mínúturnar fram að markinu okkar fannst mér við vera lifna við og stjórna leiknum en svo einhvernvegin hleypum við þeim aftur inn í leikinn og fáum á okkur 2 mörk fyrir hlé og þá var þetta eihvernvegin alltaf á brattan að sækja og við höfðum ekki orkuna og kraftin til þess að ná eitthvað meira heldur en þetta."

Breiðablik er ennþá í 3 keppnum þ.e.a.s. deild, bikar og evrópu. Er þetta þreytumerki?

„Nei þetta er ekki þreyta, þetta er eitthvað annað. Þetta er kannski meira spennufall eða eitthvað svona. Þetta er alls ekki þreyta, við erum búnir að spila marga leiki að undanförnu og höfum verið kraftmiklir þar þannig þú getur ekki bara valið þér leiki sem þú kennir þreytu um. Þannig við verðum bara að vera auðmjúkir og bara horfast í augu við það að við vorum ekki nógu kraftmiklir og því fór sem fór."

Breiðablik liggur núna 3-1 undir í viðureign sinni á móti İstanbul Başakşehir í Sambands deildinni. Hverjar eru væntingarnar fyrir þeim leik?

„Mínar væntingar eru bara að við náum að fylgja eftir góðum leik á kópavogsvelli á fimmtudaginn sem ég var mjög ánægður með og mér fannst við standa þeim vel jafnfætis og gott betur í þeim leik og áttum skilið að fá meira út úr honum. Við förum þangað til að ná eins hagstæðum úrslitum og kostur er, við ætlum að reyna vinna þá og sjáum hvað við komumst langt með það."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan þar talar Óskar nánar um næsta leik gegn İstanbul Başakşehir


Athugasemdir
banner
banner