Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
   mán 07. október 2024 20:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gylfi var ekki með Val í gær en æfði með landsliðinu í dag
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Gylfi Þór Sigurðsson var ekki með Val gegn Breiðabliki í gær vegna meiðsla en hann er mættur til æfinga með íslenska landsliðinu fyrir leiki í Þjóðadeildinni um næstu helgi.

„Gylfi gerði allt í gær og fyrradag til að spila í kvöld. Það var mikill vilji, hann var betri og gerði allt sem hann gat til að vera klár en því miður gekk það ekki," sagði Túfa, þjálfari Vals, eftir leikinn í gær.


Hluti af hópnum æfði á Laugardalsvelli í dag og var Gylfi Þór þar á meðal. 

Gylfi hefur nú misst af tveimur leikjum í röð með Val.

„Ég talaði við Gylfa fyrir tveimur dögum og hann var aftur kominn á ferðina," sagði Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, á fréttamannafundi á dögunum.

„Hann var að glíma við þessi bakmeiðsli fyrr á tímabilinu en vonandi verður allt í lagi með hann. Það er leikur um helgina og við sjáum þá hvort að hann sé tilbúinn að spila."

Gylfi byrjaði báða leiki Íslands í síðasta verkefni fyrir um mánuði síðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner