Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fim 18. september 2025 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ein besta fótboltakona heims hafnaði PSG - Verður áfram hjá Barcelona
Kvenaboltinn
Mynd: Barcelona
Spænska landsliðskonan Alexia Putellas hefur ákveðið að hafna franska félaginu Paris Saint-Germain og kýs heldur að vera áfram hjá stórliði Barcelona. Sport greinir frá.

Putellas er ein sú allra besta í heiminum og tvisvar hefur hún hreppt gullboltann fyrir afrek sín með Barcelona og landsliðinu.

Sport segir að PSG hafi verið reiðubúið að virkja 1,1 milljóna evra riftunarákvæði í samningi Putellas og bjóða henni margfalt hærri laun en hún þénar hjá Barcelona, en hún sagði nei takk.

Putellas, sem er 31 árs gömul, ætlar að halda tryggð sína við Barcelona, félagið sem hún ólst upp hjá.

Samningur hennar rennur út eftir þetta tímabil, en hún og félagið eiga möguleika á að virkja ákvæði sem framlengir samninginn um eitt ár til viðbótar.

Börsungar fara tímabilið frábærlega af stað. Það hefur unnið alla þrjá leiki sína og er með markatöluna 20-1.
Athugasemdir
banner