Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fim 18. september 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Thelma Björg í Gróttu (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Grótta knattspyrna
Hin 16 ára gamla Thelma Björg Gunnarsdóttir er gengin í raðir Gróttu frá Sindra. Þetta kemur fram í tilkynningu Gróttu á Instagram.

Thelma Björg er eldsnöggur leikmaður sem getur leyst margar stöður á vellinum.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún spilað 53 leiki í deild- og bikar, og skorað 11 mörk ásamt því að spila þrjá landsleiki með U15 ára landsliðinu.

Mörg lið báru víurnar í Thelmu sem leist best á verkefni Gróttu og hefur hún nú skrifað undir þriggja ára samning.

„Það er mikið gleðiefni að fá Thelmu í raðir Gróttu. Hún er efnilegur leikmaður sem á framtíðina fyrir sér og við hlökkum til að vinna með henni næstu árin og hjálpa henni að aðlagast lífinu í borginni. Það að Thelma velji Gróttu fram yfir önnur lið á höfuðborgarsvæðinu er líklega til marks um það góða starf sem hefur verið unnið með ungum leikmönnum í félaginu undanfarin ár. Gróttusamfélagið mun styðja við bakið á Thelmu - ýta henni áfram og vera til staðar þegar á reynir,“ sagði Magnús Örn Helgason, yfirmaður fótboltamála hjá Gróttu um Thelmu.

Grótta hafnaði í 4. sæti Lengjudeildarinnar á nýafstöðnu tímabili og var aðeins stigi frá því að komast upp í Bestu deildina.
Lengjudeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 18 16 1 1 78 - 15 +63 49
2.    Grindavík/Njarðvík 18 12 2 4 43 - 22 +21 38
3.    HK 18 12 1 5 49 - 29 +20 37
4.    Grótta 18 12 1 5 38 - 25 +13 37
5.    KR 18 9 1 8 45 - 43 +2 28
6.    Haukar 18 7 1 10 28 - 44 -16 22
7.    ÍA 18 6 3 9 26 - 36 -10 21
8.    Keflavík 18 4 4 10 23 - 30 -7 16
9.    Fylkir 18 2 2 14 21 - 58 -37 8
10.    Afturelding 18 2 0 16 12 - 61 -49 6
Athugasemdir
banner