Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 07. október 2024 19:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þrír draga sig úr enska landsliðshópnum
Kobbie Mainoo verður ekki með enska landsliðinu í komandi leikjum
Kobbie Mainoo verður ekki með enska landsliðinu í komandi leikjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kobbie Mainoo, Ezri Konsa og Morgan Gibbs-White hafa dregið sig úr landsliðshópi Englands fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni.


Mainoo, leikmaður Man Utd og Ezri Konsa, leikmaður Aston Villa, meiddust þegar liðin gerðu markalaust jafntefli í gær. Þá meiddist Gibbs-White í jafntefli Nottingham Forest gegn Chelsea í gær.

22 leikmenn eru eftir í enska hópnum og að svo stöddu kemur enginn inn í hópinn.

England mætir fær Grikkland í heimsókn á fimmtudaginn og ferðast svo til Helsinki og mætir Finnlandi á sunnudaginn. England er með sex stig í sínum riðli í B-deild Þjóðadeildarinnar en liðið lagði Finnland og Írland af velli í fyrstu tveimur leikjunum.


Athugasemdir
banner
banner
banner