Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 07. desember 2023 18:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Palhinha: Áhugi Bayern ekkert að rugla í hausnum á mér
Mynd: Getty Images

Joao Palhinha leikmaður Fulham er undir smásjá Bayern Munchen en þýska félagið reyndi að fá hann í sumar.


Þessi 28 ára gamli Brasilíumaður var við það að ganga til liðs við Bayern í sumar en Fulham lokaði á félagaskiptin á síðustu stundu.

Hann gekk til liðs við Fulham fyrir einu og hálfu ári síðan frá Sporting og hefur leikið 54 leiki og skorað 6 mörk.

Palhinha var til viðtals hjá DAZN þar sem hann var spurður út í möguleikann að fara til Bayern í janúar.

"Þetta er ekkert að rugla í hausnum á mér, ég er rólegur. Ég er ekki að hugsa mikið um hvað kemur næst. Þetta er mikilvægur mánuður fyrir Fulham og fyrir mig líka. Hvað sem þarf að gerast í janúar, mun gerast," sagði Palhinha.


Athugasemdir
banner
banner
banner