Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 08. janúar 2020 22:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
AC Milan sýnir Elínu Mettu áhuga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ítalski miðillinn Donne Nel Pallone greinir í dag frá því að AC Milan hafi áhuga á því að fá Elínu Mettu Jensen til liðs við félagið.

Milan, sem endaði í þriðja sæti Seríu A í fyrra og situr um þessar mundir í 4. sæti deildarinnar, er sagt vilja styrkja framlínu félagsins.

Elín var valinn besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar á lokahófi KSÍ og Leikmannasamtakanna. Hún varð einnig markahæst í deildinni.

Samningur Elínar við Val rennur út í október. Elín, sem er fædd árið 1995, hefur skorað 110 mörk í 159 leikjum í Meistaraflokki. Þá hefur hún skorað fjórtán mörk í 46 landsleikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner