Igor Thiago hefur farið hamförum með Brentford á tímabilinu en hann hefur skorað 16 mörk í 21 leik á tímabilinu.
Hann skoraði tvennu í 3-0 sigri liðsins gegn Sunderland í gær.
Thiago er Brasilíumaður en enginn Brasilíumaður hefur skorað jafn mörg mörk á einu tímabili. Roberto Firmino, Gabriel Martinelli og Matheus Cunha hafa skorað 15 mörk.
Hann skoraði tvennu í 3-0 sigri liðsins gegn Sunderland í gær.
Thiago er Brasilíumaður en enginn Brasilíumaður hefur skorað jafn mörg mörk á einu tímabili. Roberto Firmino, Gabriel Martinelli og Matheus Cunha hafa skorað 15 mörk.
„Ráðningarteymið á skilið mikið hrós fyrir þá tegund leikmanna sem það fær inn og persónuleika. Hann er einstök manneskja sem hefur fallið mjög vel inn í lífið hér. Hann hefur þurft að vinna sér inn þessa leið. Hann hefur unnið sér inn sitt ferðalag og grætt á því," sagði Keith Andrews, stjóri Brentford.
„Hann hefur mikla þrautseigju. Hann er stöðugt að þróa sig og við erum að læra meira og meira um hann. Hann er nokkuð fullkominn framherji.“
Athugasemdir



