Manuel Pellegrini snýr aftur til Englands en Real Betis heimsækir Manchester United á Old Trafford á fimmtudaginn. Þessi 69 ára stjóri þekkir enska boltann vel enda fyrrum stjóri Manchester City og West Ham.
„England er með sterkustu deildina en besti fótboltinn er spilaður á Spáni. Horfðu á Meistaradeildina, þar sem Real Madrid og Barcelona eru sigursælust. Í Evrópudeildinni eru það Villarreal og Sevilla," segir Pellegrini.
Áhugavert er að 98 rauð spjöld hafa verið gefin í La Liga á tímabilinu en aðeins 20 í ensku úrvalsdeildinni.
„Enska leiðin er rétta leiðin, dómarar láta leikinn fljóta meira. Í ensku deldinni er dreifing fjármagns betri og ekki sama bil og er á Spáni. City, United, Arsenal, Liverpool, Chelsea, Tottenham og nú Newcastle geta öll keppt um meistaratitilinn."
Athugasemdir